Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 26
24 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 E 14 SAMANBURÐUR Á ALDURSBUNDNU BEINTAPI ÍSLENSKRA KVENNA í FRAMIIANDLEGGSBEINUM OG HRYGGJARILÐBOLUM Gunnar Sigurösson, Katrín R. Siguröardóttir og Birna Jónsdóttir. Lyflækninga- og rönt^endeild Borgarspítalans og læknadeild Háskóla Islands. Beinþéttni var mæld í hryggjarliðbolum (T-XII- L-III) meö sneiðmyndatækni í 187 íslenskum konum á aldrinum 35-65 ára. Beinþéttni var mæld í framhandlegg 350 íslenskra kvenna, 20-80 ára að aldri með "singlephoton absorptiometry". Enginn þátttakenda hafði verið á östrogen meðferð um eða eftir tíðahvörf. Beinþéttnin í framhandlegg og hryggjarliðum hélst stöðug frá tvítugsaldri og fram að tíðahvörfum. Eftir tíðahvörf varð veldisfallsleg minnkun á beinþétminni sem virtist byrja strax eftir tlðahvörf I hryggjarliðbolum sem endurspegla 100% frauðbein, síðan fremst I framhandleggsbeinum (25-35% frauðbein) og nokkru slðar ofar I framhandlegg (aðallega cortical bein). Þessar niðurstöður undirstrika hratt beintap á fyrsta áratug eftir tíðahvörf (20-30%), hraðast I frauðbeini. Síðan tekur við stöðugt línulegt beintap sem nemur 1-2% á ári. Þessar niðurstöður samrýmast þvi að hraða beintapið eftir tlðahvörf stafi af östrogen skorti en beintapið slðar á ævinni gæti hugsanlega verið tengt lélegri kalkbúskap ásamt minni llkamshreyfingu. Meðferð við beintapinu á fyrstu 10-20 árum eftir tíðahvörf væri þvi östrogen en meðferð slðar á ævinni frekar aukakalkgjöf ásamt D-vitamlni og aukinni Ukamshreyfmgu. E 15 Verulega minnkandi tíðni blóðþurrðarheltis (claudicatio intermittens) meðal islenskra karla 1968-1986; sterk tengsl við reykingar. Ingimar Ingólfsson, Gunnar Sigurðsson, Helgi Sigvaldason, Guðmundur Þorgeirsson og Nikulás Sigfússon. Rannsóknarstöð Hjartavemdar og Læknadeild Háskóla íslands. Ahættuþættir kransæðasjúkdóma hafa verið ítarlega rannsakaðir, bæði hér á landi og erlendis en minni upplýsinga hins vegar verið aflað um blóðrásartruflanir i ganglimum. Rannsókn Hjartavemdar gaf gott tækifæri til að kanna algengi og nýgengi á claudicatio intermittens og tengsl þeirra við samtíma- og áhættuþætti. I rannsóknina mættu 9135 karlar á aldrinum 34-80 ára einu sinni eða oftar 1967-1987. Þeir sem fengu klíníska greiningu claudicatio intermittens eða claudicatio intermittens obs. skv. spumingalista Hjartavemdar voru metnir. Algengi lækkaði um 58% 1968-1986. Það jókst veldisvísisfallt (exponential) með aldri ffam að sjötugu, en þá dró úr aukningunni. Nýgengi lækkaði enn meira (89%). Af samtímaþáttum (líkamseinkenni og reykingar) var marktæk fylgni við aldur (p<0,001), reykingar og slagbilsþrýsting (p<0,001), en einungis aldur (p<0,001) og reykingar höfðu marktækt forspárgildi. Áhættuhlutfallið var nálægt 11 meðal þeirra sem reyktu 15 sígarettur á dag eða meira. í hópnum með claudicatio intermittens var meiri fylgni við aldur (p=0,001), reykingar og slagbilsþrýsting (p<0,001) en í hópnum með kransæðasjúkdóma. Hlutfallslega fleiri voru með claudicatio intermittens eftir þvi sem kransæðasjúkdómurinn varð verri. Claudicatio intermittens hafði marktækt aukið forspárgildi um dauðsfóll í heild og dauðsföll úr kransæðasjúkdómum og heilablóðfalli eftir að búið var að leiðrétta fyrir marga þekkta áhættuþætti. Lækkunin sem varð á algengi og nýgengi á rannsóknartimanum skýrist að hluta til af minni reykingum. Þvi verður að telja líklegt að breyting hafi einnig orðið til batnaðar á öðrum áhættuþáttum þótt þeir hafi ekki náð marktækni í þessari rannsókn. Þessi rannsókn undirstrikar mikilvægi reykinga í þróun æðakölkunar í ganglimum sem jafhframt virðist merki um útbreiddan æðasjúkdóm. Breytingar á tíðni sjúkdómsins hérlendis á síðustu áratugum benda einnig til þess að koma megi í veg fyrir hann að verulegu leyti með breyttum lifsháttum, þar sem reykbindindi gegni lykilhlutverki.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.