Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 4
2 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 Avarp Annað hvert ár, þegar aðalfundur Læknafélags Islands er haldinn í Reykjavík, er á læknaþingi boðið upp á flutning frjálsra erinda og spjaldasýn- ingu auk annars efnis. í þessu Fylgiriti Lækna- blaðsins nr. 24, birtast ágrip erinda og spjalda sem verða flutt og sýnd á læknaþingi 1993. Dagskrá haustþings læknafélaganna 1993 er óvenju fjölbreytt vegna 75 ára afmælis Læknafé- lags Islands. Að undirbúningi hennar hafa staðið fjölmargir félagar auk nefndarmanna í viðkom- andi nefndum og stjórn L.í. Val á efni og fyrirles- urum er ávallt umdeilanlegt. Gildir það um þessa dagskrá eins og aðra. Vonandi hafa sem flestir tækifæri til að sækja fundina og dæmi þá hver fyrir sig, hvernig til hefur tekist. Aðgangur er ókeypis og ekki þarf að tilkynna þátttöku nema á hátíðardagskrána á fimmtudeg- inum og á námskeið í sérhæfðri endurlífgun. I Fréttabréfi lækna hafa áður verið kynntir er- lendir fyrirlesarar á hátíðarfundinum fimmtudag- inn 16. september. í þessu riti er kynning á þrem- ur gestafyrirlesurum á Vísindaþingi. Eru það ís- lensku læknarnir Snorri Sveinn Þorgeirsson og Stefán Karlsson, sem búsettir eru og starfa er- lendis, og Bandaríkjamaðurinn W. Allen Hauser. Peir Snorri og Stefán eru sérstakir gestir stjórnar L.í. Dagskrá haustþings læknafélaganna 10. - 18. september 1993 er birt í þessu Fylgiriti Lækna- blaðsins. í „programmi“ læknafundar sem Guð- mundur Hannesson boðaði til árið 1902 var átt- undi liðurinn þannig: „8) last not least - að sjá hvorn annan, spjalla saman og hafa gleði af för- inni“ (Læknablað Guðmundar Hannessonar bls. 51). Ég óska þeim sem fara á læknaþing 1993 góðrar farar. Reykjavík í ágúst 1993 Stefán B. Matthíasson formaður Námskeiðs- og fræðslunefndar Stjórn Læknafélags íslands: Sverrir Bergmann, formaður Kristján Erlendsson Þorkell Bjarnason Ludvig A. Guðmundsson Anna Mýrdal Helgadóttir Magnús R. Jónasson Sigurbergur Kárason Valgerður Baldursdóttir Námskeiðs- og Fræðslunefnd L.í. og L.R: Stefán B. Matthíasson, formaður Bjarni Agnarsson Jón Högnason Katrín Davíðsdóttir Magnús Gottfreðsson Stjórn Siðfræðiráðs: Tómas Zoéga, formaður Guðmundur Oddsson Guðmundur Þorgeirsson Guðmundur Viggósson Örn Bjarnason Páll Þórðarson Afmælisdagskrárnefnd: Helga Hannesdóttir, formaður Ásgeir Böðvarsson Gunnlaugur Snædal Katrín Fjeldsted Sigurður Björnsson

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.