Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 37 VIÐ HVAÐA AÐSTÆÐUR Á OFBELDI SÉR STAÐ? Björa Zocga & Brjnjólfur Mogcnscn Slysa- og bæklunarlækningadcild Borgarspítalans Inngangur: Mikið hefur verið fjallað um ofbeldi á síðastliðnum árum. Sumir telja ofbcldi vera að aukast. Tilgangur rannsóknar- innar var að kanna við hvaða aðstæður ofbeldi er framið hjá þeim sem leita á Slysadeild Borgarspítalans vegna áverka eftir ofbeldi. F/niviður og aðferðir: Spuraingalisti var lagður fyrir þá scm leituðu á Slysaddld Borgarapítalans mcð áverka eftir ofbeldi frá janúar til og með júní 1993. Spurt var hvar og hvenær ofbeldið ætti sér stað og hvemig það hafi byijað. Spurt var um árásar- aðila, tengsl þolanda við árásaraðila, áætlaðan aldur og kyn árásar- aðila og hvort þolandi hafi talið árásaraðila drukkinn. Einnig hvort þolandi hafi smakkað áfengi og þá hversu mikið. Þá var skráð ástæða komu á Slysadeild, alvarieiki áverka skráður sam- kvæmt AIS og hvort á innlögn þurfti að halda. Sjúklingur var beðinn um að segja frá ástæðu ofbeldis. Niðurstöður: Upplýsingar fengust frá 401 sjúkling, 21.5% í janúar, 8.5% í febrúar, 19% í mars, 16% í apríl, 21.5% í maí og 13.7% íjúm. 81% þolcnda voru kariar og 19% konur. Ofbeldið átti sér stað í 5.5% tilvika á mánudegi, 6% tilvika á þriðjudegi, 6% á miðvikudegi, 8.7% á fimmtudcgi, 16% á föstudegi, 30% á laugardegi og í 27.9% tilvika á sunnudegi. Þcgar athugað var klukkan hvað ofbeldið átti sér stað kom í ljós að í 61% tilvika átti ofbeldið sér stað milli miðnættis og klukkan 4 um nóttina, 14.7% á milli 4 og 8 um morguninn, 15.5% milli 8 um morgun- inn til 8 að kvöldi og 7.5% milli klukkan 20 og 24, eða í 85.4% tilvika frá kl. 20 að kveldi til 8 að morgni. Ofbeldið átti sér stað í 19% tilvika heima við, 7% tilvika hjá vinum, 19.8% tilvika á skemmtistað, 15.5% tilvika við skemmtistað, 19.8% tilvika úti á götu eða gangstétt, 10.3% tilvika annars staðar úti og annars staðar inni í 6.3% tilvika. í 91% tilvika var sagt að árásarmaður hafi byijað, í 43,6% tilvika algjörlega að tilefnislausu, í 5.5% tilvika mundi sjúklingur ekki hvernig ofbeldið hafði byijað og í 3.5% tilvika segist þolandi hafa byijað. 43.1% sjúklinga sögðu að árásaraðili væri ókunnugur, 27.7% sögðust vita hver árásar- aðili væri eða könnuðust við hann, 8.7% ncfndu maka, 3% nefndu ættingja, 6.7% sögðu árásaraðila vera vin sinn. Kariar voru 92.5% árásaraðila. Áætlaður aldur árásaraðila var talinn í 14.5% tilvika 15 til 19 ára, 29.8% 20 til 24 ára, 173% 25 til 29 ára, 14% 30 til 39 ára og 12% 40 ára og eldri, í 9% tilvika gat sjúklingur ekki giskað á aldur. í 21% tilvika töldu sjúklingar að árásaraðili hefði ekki verið drukkinn, lítið drukkinn 3%, miðlungi drukkinn 23%, mikið drukkinn 31%, ofurölvi 4.3%, undir áhrif- um fíkniefna 3.8% og ekki vitað eða gátu ekki áætlað í 14% til- vika. Þá kom í ljós að 71.3% þolenda höfðu smakkað áfengi og af þcim um 94% sem höfðu dníkkið meira en 2 glös. 49.5% þol- enda sögðu að áverkinn sem slíkur væri ástæða komu, 21.5% ætluðu að kæra og 24.5% komu bíeði vegna áverkans og að þeir ætluðu að kæra. Aðeins 3.8% komu til að skrá áverkann lil öryggis. 11.2% sjúklinga voru mcð 2 í AIS og 883% með 1 í AIS, cn 2 með 3 í AIS em enginn hærri. 1.8% þurftu á innlögn að halda en rúmlega 98% fóru heim. Helstu ástacður ofbeldis hjá þeim sem gátu gefið skýringu á því voru helsl nefndar minni- háttar deilur, stimpingar við dyraverði (6.8%), vandræði í ástar- máJum (4%) og heimiliseijur (9.5%). Einnig slösuðust nokkrir við það að reyna að ganga á milli manna sem voru að slást (3.5%). Umræða: Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar kemur í ljós að ofbeldi á sér aðallega stað um helgar. Oft er það þolandi dlxddis sem segir að árásarmaður byiji að tilefnislausu og í langflestum tilvikum er árásaraðili ókunnugur. Árásaraðilar cru næstum allir karlar og meira en helmingur á aldrinum 20 til 29 ára. Þá kemur í Ijós að langflestir þcirra sem verða fyrir árás og þeir sem ráðast á fólk virðast vcra töluvert drukknir. Flestir hlutu minnihátlar áverka og þurftu ekki nema tvcir innlagnar við. í 45% tilvika var það ætlun sjúklings að kæra árásaraðilann. Geislajoömeöferö (1-131) á íslandi: frekari könnun. Guömundur Sigþórsson, Matthías Kjeid. Rannsóknastofan Domus Medica, Rannsóknastofa Landspítala. Fyrir rúmu ári voru sendir spurningalistar til sjúklinga, sem höföu fengiö geislajoö- meöferö á árabilinu 1985 - 1991 vegna ofstarfsemi í skjaldkirtli. Þeirvoru m.a. beönir aö svara því hvort þeir tækju lyf og hve lengi lyfin heföu veriö tekin (Læknabl. jan. 1992). Viö höfum nú boriö svör sjúklinganna saman viö upplýsingar frá heimilislæknum þeirra og reyndust svörin varöandi lyfjatöku rétt í öllum tilvikum nema einu. Hins vegar reyndist nákvæmni sjúklinga varöandi tímalengd lyfjatöku (T4) vera ábótavant og svaraöi þriöji hluti þeirra meö meiri en 6 mán. skekkju. Meö t. t. möguleika á tímabundnum hypo- thyroidisma í sjúklingum sem höföu snemma byrjaö T4 meöferö og síöari breytingum í þeim kirtlum sem reyndust euthyroid fyrst eftir geislameöferö, þótt nauösynlegt aö fá vísbendingu um ástand sjúklinganna eftir I- 131 meöferö sem byggöi á ööru en lyfjameöferö. V 13 Haft var samband viö 20 sjúkl. úr hvorum hópi (hypo- og euthyr.) og þeim stefnt í blóötöku, euthyr. hópnum beint en hinum eftir 12 daga hlé á T4 töku. T4, FT4 og TSH voru mæld. í þeim hópi sem talinn var euthyr. reyndust T4 og FT4 vera innan viömiöunarmarka í 90% tilfella. TSH gildi voru hins vegar breytilegri í báöum hópum, í euthyr. hópnum var þriöjungur gilda undir, þriöjungur innan og þriöjungur yfir viömiöurnamörkum. í hypothyr. hópnum var um þriöjungur T4 og FT4 gilda neöan viömiöunarmarka. TSH gildi voru hækkuö í 60% tilvika en aöeins eitt TSH gildi var lækkaö. T4 og FT4 voru marktækt (p<0.001) lægri í hypothyr. en í euthyr. hópnum. Af þessum niöurstööum má álykta aö innan framangreindra hópa séu mismunandi starfandi kirtlar, sérstaklega í "euthyr. hópnum", þótt greina megi milli hópanna meö T4 og FT4 mælingum. Niöurstööur TSH mælinganna greina ekki eins vel á milli hópanna og heföi hugsanlega þurft lengra hlé á T4 töku til þess aö fá meiri TSH hækkun í hypothyr. hópnum og er ekki unnt aö útiloka aö þar fyndist einhver euthyr. sjúklingur.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.