Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 20
18
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24
E 2
SIÐFRÆÐILEG VANDAMAL ER BERAST
LANDLÆKNISEMBÆTTINU OG SIÐARÁÐI
LANDLÆKNS.
Ólafur Ólafsson, Vilborg Ingólfsdóttir.
Landlækisembættiö.
Frá 1760 hefur landlæknisembættinu veriö faliö faglegt
eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks.
Til embættisins hafa því ætíð borist erindi er varöa
siðfræöileg vandamál í starfi heilbrigðisstétta. Þessum
málum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. Því var
Siðaráð landlæknis stofnað. Þar sitja leikir og lærðir.
Helstu málaflokkar eru: rannsóknir, forvamaraðgerðir
og meðferö, tilraunir með lyf og meðferð og skyldur
heilbrigðisstarfsfólks og réttindi sjúklinga.Þá óska
erlendir aðilar sem vinna að rannsóknum með
íslendingum eftir samþykkt fjölgreinaráðs (national
committee). í erindinu verða rædd nokkur mál sem
borist hafa frá sjúklingum og aðstandendum þeirra,
heilbrigðisstarfsfólki, stofnunum, fagfélögum og
yfirvöldum. Skýrt verður einnig frá samsetningu og
starfi Siðaráðs, sem stofnað var 1987. f ráðinu eiga sæti
tveir fulltrúar frá Háskóla Islands, einn fulltrúi frá ASÍ,
tveir fulltrúar frá Samtökum heilbrigðisstétta og einn
fulltrúi tilnefndur af landlækni. 1993 var fjölgað í
Siðaráði og_ óskað eftir tilnefningu fulltrúa frá
Læknafélagi íslands og fulltrúa frá hjúkrunarfélögunum
sameiginlega.
E 3
Á AÐ LEGGJA NIÐUR
SKAMMTÍMAVOTTORÐ í VEIKINDUM
Ólafur Ólafsson.Matthías Halldórsson.
Landlæknisembættið.
Töluverðar umræður hafa orðið um
veikindavottorðaskrif lækna. Litlar eða engar rannsóknir
hafa verið gerðar á vottoröarskrifum lækna t.d. á gildi
þeirra og tilefni. í hóprannsókn Hjartavemdar hafa verið
gerðar athuganir á því hverjir fá vottorðin, orsökum
læknisleitar og hvemig læknar bregðast við kvörtunum
sjúklinga m.t..t. vottorða.
Hærra hlutfall þeirra er leita til lækna vegna slysa, hjarta-
og lugnasjúkdóma fá veikindavottorð en þeirra er leita
vegna t.d. svima, höfuðverkjar, vöðvaverkjar,
svefnleysi og þreytu. Orsakir þessa eru trúlega þær að
fyrmefndu sjúkdómana er auðveldara að staðfesta með
sérstökum rannsóknum s.s. hjartalínuriti, röntgenmynd,
blóðþrýsdngsmælingu, blóðprufu o.fl. en síöarnefndu
sjúkdómana, þar sem læknar hafa við fátt annað að
styðjast en frásögn sjúklings og huglægt mat.
Skammtímavottorð falla oft í þann flokk. Rök em færð
fyrir því að skammtímavottorð þ.e. fyrir nokkra daga
eða viku ættu að hverfa.