Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24
27
Krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum
á Islandi 1971-1990:-Klínísk rannsókn-
Tómas Guðbiartsson. Guðm. V. Einarsson, Egill Jacobsen
Handlœkninga- og Þvagfœraskurðdeild Landspítala.
Harla lítið er vitað um krabbamein í nýrnaskjóðu og
þvagleiðurum hér á landi. Klínísk afturskyggn rannsókn
var gerð á öllum sjúklingum sem greindust með cancer
pelvis renis (n=45) eða cancer ureleris (n= 13) á Islandi
árin 1971-1990.1 öllum tilvikum nema 2 (ieiomyosarcoma)
var um að ræða carcinoma transitionale, oftast illa þroskuð.
Alls greindust 42 karlar og 16 konur, meðalaldur tæp 70 ár.
Flestir (86%) gengust undir aðgerð á nýra og/eða
þvagleiðara (skurðdauði <30 d. 2%). Sjúkdómseinkenni og
lengd einkenna fyrir greiningu voru skráð, einnig á hvaða
stigi (Grabstald) sjúkl. greindust. Lífshorfur voru reiknaðar
fyrir hvert stig (Kaplan-Meier) og fjölbreytugreining (Cox)
notuð til að kanna forspárgildi lífhorfa.
Aldursstaðlað nýgengi nýrnaskjóðukrabbameins á
rannsóknartímabilinu (á ári) var 1,1/100.000 karlar og
0,4/100.000 konur, og nýgengi krabbameins í þvagleiðara
0,3/100.000 karlar og 0,1/100.000 konur. Blóð í þvagi og
kviðverkir voru algengustu einkennin. Á stigi 1-111 voru 28
sjúkl.(54%) en 24 á stigi IV(46%). Meinvörp fundust hjá
22% og voru algengust í eitlum og lungum. Fimm ára
lífshorfur reyndust 44% fyrir hópinn í heild, 88% fyrir stig
I en 21% fyrir stig IV. Greiningarár hafði ekki marktæk
áhrif á lífshorfur.
Krabbamein í nýmaskjóðu og þvagleiðurum eru sjaldgæf
æxli. Þau er í meðallagi algeng miðað við nágrannalönd og
hegða sér svipað. Lífshorfur eru einnig vel sambærilegar,
ekki síst hjá sjúkingum með meinvörp. Horfur hafa ekki
batnað síðustu tvo áratugi hér á landi.
Hvernig getum við bætt lífshorfur sjúklinga
með nýrnafrumukrabbamein á íslandi?
Tómas Guðbiartsson. Guðm.V. Einarsson, Jónas Magnússon.
Handlœkninga- og Þvagfœraskurðdeild Landspitala.
Nýgengi og dánarhlutfall nýrnafrumukrabbameins er
hvergi hærra en á íslandi. Sjúkdómurinn hegðar sér svipað
og í nágrannalöndum okkar. í sumum þessara Ianda hafa
lífshorfur vænkast og hefur það verið skýrt með auknum
fjölda nýmafrumukrabbameina sem greinast fyrir tilviljun
við ómskoðun og tölvusneiðmyndatöku á kviðarholi.
Tilviljanagreining er ekki jafn algeng hérlendis. Auk þess
sýna rannsóknir að lífshorfur sjúklinga með
nýmafmmukrabbamein hafa staðið í stað hér á landi síðustu
tvo áratugi enda þótt lífshorfur séu fyllilega sambærilegar
við það sem best þekkist erlendis.
Forsenda bættra h'fshorfa, bæði hér á landi sem erlendis, er
öflugri lyf fyrir sjúklinga með útbreitt
nýrnafrumukrabbamein, því lífshorfur sjúklinga með
meinvörp em miklu verri (<10% 5 ára lífshorfur) en þeirra
sem hafa staðbundinn sjúkdóm við greiningu (allt að 85%
5-ára lífshorfur). Einnig er mikilvægt að greina sjúklingana
fyrr og á lægri stigum. Þótt hlutfall tilviljanagreindra æxla sé
lágt hér á landi teljum við að skimun (ómskoðun,
tölvusneiðmyndir, þvagskoðun) svari ekki kostnaði.
Sennilega er mestur ávinningur af öflugri fræðslu fyrir
lækna um einkenni nýrnafrumukrabbameins.
Sjúkdómseinkenni nýmafmmukrabbameins geta verið mjög
lúmsk og staðreynd að oft dregst greining á langin. Því þarf
að rannsaka með framsýnni rannsókn hver þáttur sjúklinga
og lækna er í þessu sambandi.
E 20
E 21