Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 28
26 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 AUKIN NÁKVÆMNI VIÐ MAT Á HORFUM E 18 SJÚKLINGA MEÐ BRJÓSTKRABBAMEIN MEÐ DNA FLÆÐIGREININGU Sunna Guðlaugsdóttir, Helgi Sigurðsson1, Bjarni Agnarsson, Jón G. Jónasson, Guðjón Baldursson, Sigrún Kristjánsdóttir, SigurðurBjörnsson, Þórarinn Sveinsson. 'Krabbameinslækningadeild, Landspítalinn TNM stigun er eina viðurkennda aðferðin við mat á horfum sjúklinga með brjóstkrabbamein, en hún endurspeglar líffæralega útbreiðslu sjúkdómsins (æxlisstærð (T), eitlameinvörp (N) og fjarmeinvörp (M)). Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort aukin nákvæmni fengist við mat á horfum sjúklinga með brjóstkrabbamein með mælingum á litningastöðu (ploidy status) og hlutfalli fruma í litninga-framleiðslufasa (S-fasa) með flæði- greini (flow cytometer). I rannsókninni eru allar konur sem greindust á íslandi með ífarandi brjóstkrabbamein á árunum 1981-1984 (n=347). Hjá 340 þeirra var til formalín hert paraffín-innsteypt vefjasýni (98%) og voru mælingar gerðar á minnst 15 þúsund frumukjörnum frá hverju sýni. Litningamælingar var hægt að framkvæma á 98% sýna (n=334), þar af voru 114 með eðlilega litningastöðu eða tvílitna (34%) og 220 með óeðlilega litningastöðu eða mislitna (66%). S- fasa mælingar var hægt að framkvæma á 329 sýnum (97%) og var miðtölu S-fasinn 7,0%, en hann var marktækt hærri (p<0,0001) hjá mislitna æxlum (9,3%), en tvílitna æxlum (2,7%). Við uppgjör þá voru 69% sjúklinga með tvílitna æxli á lífi, en 54% af þeim sem höfðu mislitna æxli (p=0,004). 74% sjúklinga með lág S-fasa æxli (<7.0%) voru þá á lífi, en 44% af þeim sem höfðu há S-fasa æxli (>7.0%) (p<0.0001). Fjölþátta mat (multivariate analysis) á horfum sýndi að S-fasinn gaf sjálfstæðar upplýsingar um horfur umfrant hina hefðbundnu TNM stigun (p=0.0001). Hins vegar hafði litningastaða ekki sjálfstæða marktæka þýðingu á horfur. Okkar niðurstöður sýna að S-fasa mælingar með flæðigreini auka nákvæmi við mat á horfum sjúklinga með brjóstkrabbamein. E 19 FRUMUDEUJNG MERGÆXLA VUhelmína Haraldsdóttlr, Clemens Haanen, Ellen Kalsbeek, Fred Olthuis. MST. Enschede, Holland/ Lyflækningadeild Borgarspítalans. Mergæxli (myeloma) er illkynja sjúkdómur sem einkennist af fjölgun plasmafruma í beinmerg jafnframt sem þær framleiða afbrigðilegt prótln sem oft má finna í sermi og/eða þvagi sjúklinganna. Á síðasta áratug hafa æ fleiri vísbendingar komið ffam um að plasmafruman sé ekki sú fruma þar sem hin illkynja breyting á sér stað heldur sé þá breytingu að finna í móðurfrumum hennar, B eitilfrumum. Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga frumudeilingu ofangreindra frumutegunda í beinmerg sjúklinga með virkt mergæxli. Sjúklingum með virkt mergæxli er gefið Idoxuridin (IdU) í aeð en IdU er hliðstæða kjarnasýrunnar týmins og binst samstundist inn í DNA allra fruma sem eru í S-fasa frumuhringsins þegar inngjöf á sér stað. Þær frumur sem hafa tekið upp IdU er hægt að finna aftur í frumurennslismæli með hjálp músa-einstofna mótefnis gegn IdU sem er tengt flúorerandi mótefnum. DNA innihald frumanna er metið með propidíum joðlitun sem binst DNA í réttu hlutfalli. Með þessu móti er hægt að skoða samhliða á skjá frumurennslismælis DNA innihald frumanna annars vegar (rauða litrófið) og staðsetningu frumanna i S-fasa frumuhringsins hins vegar (græna litrófið). Jafnframt er leitast við að flokka frumurnar eftir tegundum með segulmögnuðum kúlum sem húðaðar eru með mótefnum gegn þeim mótefnavökum sem vitað er að sitja á frumuhimnu fyrrgreindra fruma. Þegar beinmergur sjúklinga með virkt mergæxli er rannsakaður á þennan hátt kemur í ljós að hluti frumanna er með afbrigðilegt DNA innihald (aneuploidy). Oftast er um að ræða of hátt DNA innihald (hyperploidy). Þetta er þekkt fýrirbrigði og vitað er að hér er um að ræða plasmafrumumar. í þessum fmmuhópi er ekki hægt að finna neina IdU upptöku. Einnig kemur í ljós þegar þessar plasmafmmur em fjarlægðar úr heildarfmmu- hópnum með segulmögnuðum kúlum að IdU upptaka eykst sem bendir til þess að þlasma- fmmurnar taki engan þátt í þessari upptöku og .fjölgi sér því ekki.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.