Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 24
22 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 E 10 SAMEINDAERFÐAFRÆÐI HEILKENNIS HUNTERS: ÁKVÖRÐUN STÖKK- BREYTINGA MED SJÁLFVIRKRI RAÐGREININGU OG TÖLVUTÚLKUN. Jón Jóhannes Jónsson, Elena L. Aronovich, Stephen E. Braun, Chester B. Whitley. Mannerfðafræðistofnun Minnesotaháskóla, Minneapolis, Bandaríkjunum. Heilkenni Hunters er kynbundinn erfðasjúkdómur sem stafar af skorti á ídúrónat-2-súlfatasa (IDS). Sjúkdómsgangur er mjög mismunandi allt frá dauða á unga aldri vegna uppitleðslu glýkósamínóglýkana til vægra einkenna á fullorðinsárum. Talið er að sjúldingar með vægan sjúkdóm hafi skert IDS ensím með sneftlvirkni sem er ekki mælanleg með núverandi aðferðum. Akvörðun á stökkbreytingum í IDS geninu gæti því sagt fyrir um sjúkdómshorfur hjá einstökum sjúklingum og jafnframt auðveldað greiningu á arfberum í fjölskyidum sjúklinga. Við þróuðum áreiðanlega og fljótvirka aðferð til að finna hinar ýmsu stökkbreytingar í IDS geninu. DNA var einangrað úr blóðfrumum og skimað var fyrir brottföllum á IDS geninu með því að keðjufjölfalda (PCR) búta sem samsvara endum gensins. RNA var einnig einangrað, IDS mRNA var víxlritað í cDNA og það síðan keðjufjölfaldað í tveimur skrefum. Tíu vísar (“primers”) voru notaðir til að raðgreinda PCR margfeldin með sjálfvirku tæki ("Applied Biosystems Automated DNA Sequencer 373A"). Bæði basaröðin og -línuritin frá raðgreininum voru borin saman við niðurstöður frá eðlilegum IDS genum í Sun tölvu með hjálp Staden raðgreiningarforrita. Með þessari aðferð höfum við fundið nýjar stökkbreytingar í 8 sjúklingum. Fimm sjúklingar með slæman sjúkdóm voru rannsakaðir. Tveir höfðu markleysubreytingar þ. e. C514-»T, Argl72X og C1165-»T, Gln389X. Tveir sjúklinganna höfðu mislestursbreytingar C685-»T, His229Tyr og C1073-»G, Pro358Arg. Einn sjúklingur með slæman sjúkdóm var með brottfall á þriðju útröðinni. Þetta leiddi til fasaskiptis í táknröð eftir 80 amínósýrur og stöðvun á þýðingu eftir 152 amínósýrur. Báðir sjúklingamir með vægan sjúkdóm, sem við höfum athugað, voru með mislestursbreytingar þ. e. C1406-»A, Pro469His og A1568-»G Tyr523Cys. Einn sjúklingur var með stökkbreytinguna G1403-»A, Arg468Gln. Hann hafði jafnframt litningatilfærslu svo mat á sjúkdómsástandi var erfitt. Rannsóknir okkar og annarra sýna að sjúklingar með heilkenni Hunters hafa oftast mismunandi stökkbreytingar í IDS táknröðinni og að líklega sé fylgni á milli afleiðingar stökkbreytinganna fyrir próteinið og sjúkdómsgangs. E 11 VÍXLVEIRUFERJUR SEM INNIHALDA TÁKNRÖÐINA FYRIR ÍDÚRÓNAT-2- SÚLFATASA LAGFÆRA EFNASKIPTA- GALLANN í EITILFRUMUM ÚR SJÚKLINGUM MEÐ HEILKENNI HUNTERS. Jón Jóhannes Jónsson, Stephen E. Braun, Elena L. Aronovich, Dao Pan, R. Scott Mclvor, Chester B. Whitley. Mannerfðafræðistofnun Minnesotaháskóla. Heilkenni Hunters er kynbundinn erfðasjúkdómur sem stafar af skorti á ídúrónat-2-súlfatasa (IDS). Hugsanlega er hægt að meðhöndla sjúkdóminn með því að flytja IDS gen inn í blóðfrumur þar eð IDS ensímið getur eins og sum önnur lýsósómal ensím flutst milli frumna. Við bjuggum til fjórar víxlveiruferjur (retróveiruferjur) sem innihéldu IDS táknröðina undir stjóm mismundi stýriraða. PA317 pökkunarfrumur, sem framleiddu viðkomandi víxlveiruferjur í miklu magni, voru einræktaðar. Eitilfrumur úr Hunter sjúklingum (umbreyttar með Epstein-Barr veiru þ. e. LCLh frumur) vom sýktar með frumuræktunarvökva frá PA317 frumum og athugaðar þrem dögum seinna. Allar LCLh fmmur sýktar með einni af fjórum mismunandi ferjum innihéldu svipaða IDS virkni og LCL frumur frá heilbrigðum einstaklingum þrátt fyrir að einungis 0,5 til 3% frumnanna væri sýkt: PA317 Títer IDS virkni Tíðni IDS virkni klón cfu/mla í PA317 klónum* Sýkingar^ ILCLHd PA-L2SN 3 x 106 100.000 2-3% 1400 PA-LNC2 1 x 106 120.000 1-2% 1200 PA-pL2 5x 105 250.000 1% 1300 PA-pLB2 5 x 105 520.000 0,5-1% 500 °LB2 and L2 mælt með Southemblettun á DNA úr sýktum NIH 3T3 frumum. *IDS virkni f ósýklum PA137 frumum 1800 U/mg/klst. cMæld með keðjufjölföldun (PCR). <fIDS virkni í LCL frumum frá heilbrigðum einstaklingum 700 U/mg/klst. Svipaðar niðurstöður fengust þegar nýeinangraðar eitilfrumur frá Hunter sjúklingum voru notaðar sem markfrumur. Sýktar LCLh frumur voru valdar úr útsettum frumum með G418 lyfjagjöf í frumuræktanir í 1 mánuð. IDS virkni jókst við það 13 falt í 18.600 U/mg/klst. í frumum sýktum með L2SN veirunni og 22 falt í 25.800 U/mg/klst. í frumum sýktum með LNC2 veirunni. LCLh frumur sýktar með L2SN veirunni brutu niður glýkósamt'nóglýkön á eðlilegan hátt (þ. e. upphleðsla geislamerkts SO4 átti sér ekki stað). IDS ensím framleitt af L2SN veirufeiju í LCLh frumum gat einnig flutst yftr í Hunter bandvefsfrumur og brotið þar niður áður uppsöfnuð glýkósamínóglýkön. Þessar niðurstöður benda til að hægt sé að meðhöndla Hunter sjúklinga með genalækningum þrátt fyrir núverandi takmarkanir á skilvirkni genafluminga inn í blóðfrumur.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.