Innsýn - 01.04.1976, Síða 4

Innsýn - 01.04.1976, Síða 4
4 Þó aö ég sé búin aö lifa aðeins í 21 ár, þá eru þær ekki svo fáar spurningarnar, sem hafa þotið í gegnum kollinn á mér og þá sérstaklega þau fimm árin, sem ég hef verið aðventisti. Ég hef heyrt fólk segja margt misjafnt um okkur, sem ég hef bæði tekið nærri mér og eins gleymt strax á eftir. En það er eitt sem sérstak- lega hefur lengi legið á mér. Ég hef hugsað mikið um ástæðuna fyrir því að þetta er sagt um okkur. Fyrir rúmu ári var ég á Akureyri sem blánemi (1. árs hjúkrunarnemi). Við vor- um 14 sem fórum og áttum að vinna á sjúkrahúsinu í 2 1/2 mánuð. Það var margt sem gerðist, bæði skemmtilegt og einnig það sem var miður gott. Guði sé lof fyrir það, að það fór snemma aö bera á því að ég væri e—ð öðruvísi en hinar. Ég fór ekki í Sjallann (aðaldansstaður bæjarins) Ég reykti ekki, það var nú allt í lagi, en að ég tæki mér ekki glas um helgar, að minnsta kosti er ég átti frí, var RmiSlUR ETNNAR SKRÍTINNAR euA jack of langt gengið fyrir þær sumar. Ég þurfti sífelt að svara spurningum “Af hverju ekki?" Ég sagði aldrei af fyrra bragði, að ég væri S.D.A. Þær vissu að ég las Biblíuna. En ég velti því mikið fyrir mér, hvort ég ætti að segja: “ég geri þetta ekki af því að ég er aðventisti." Ég held að það sé engin lausn. Ef ég hefði gert það hefði ég að næstum öllu leyti kastað burt mörgum, góðum tækifærum til að tala um það sem mig langaði til — um viðhorf mitt til ýmissa hluta. Ég byrjaði yfirleitt aldrei að tala um andleg málefni að fyrra bragði — e.t.v. er óhætt að segja aldrei. Á þessum 2 1/2 mánuði sem ég var fyrir noröan lærði ég stóra lexíu, og ég trúið því að hún bafi verið mér til mikils stuðnings. Ég var mjög þröngsýn, en eftir að ég kom að norðan hafði ég séð margt, heyrt margt og orðið vitni að mörgu sem virkilega snerti mig og breytti viðhorfi mínu — sem ég hefði

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.