Innsýn - 01.04.1976, Page 22

Innsýn - 01.04.1976, Page 22
Talið frá vinstri: Paul Cieslar, Sunday Ademola og séra J. D. Johnson. Myndin er tekin á samkomu í Nígeríu þar sem Sunday kom fram. SÁ SEM VILL GETUR VITNAÐ! Sunday Ademola heitir hann og á heima í lle Ife í Nígeríu. Þegar hann var 15 ára gamall tók hann sjúkdóm sem smám saman rýrir vöðva hans í hand- leggjum og fótleggjum, svo að hann missir allan þrótt. Nú er Sunday þrítugur og getur ekki gengið. Hendurnar getur hann varla hreyft svo að hann skrifar með blýanti sem hann stýrir með munninum. Þar að auki heyrir hann mjög illa. En ekkert af þessu hindrar Sunday í að vitna um Drottinn sinn og Frelsara fyrir öðrum. í dagblöðum og síma- skránni finnur hann nöfn og heimilis- föng fólks sem hann sendir blöð og rit safnaðar síns til, en hann er einmitt sjöunda—dags aðventisti. Þessi vitnisburður nægir Sunday Ade- mola þó ekki. Oft lætur hann bera sig út á fjölfarna umferðargötu þar sem hann situr margar klukkustundir í einu með ritin á hnjám sér, til að gefa hverjum sem vill þiggja. Við hlið sér á gangstéttinni stillir hann upp stóru spjaldi sem á hefur verið skrifað stórum stöfum: JESÚS KEMUR BRÁTT. VERTU VIÐBÚINN eða, VIÐ LIFUM Á TÍMA ENDALOKANNA. Var einhver að segja að hann gæti ekki vitnað um Jesú Krist?

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.