Innsýn - 01.04.1976, Síða 24
visindi 09 txhni
í UMSJÁ ÁRNA HÓLM.
ÞRÓUN EÐA SKÖPUN
í síðasta þætti var rætt um þróunarkenninguna almennt. Þar kom í ljós að
kenningin er í ósamræmi við ýmsar staðreyndir í náttúrunni. í þessum þætti
verður greint frá hversu stirðlega steingerfingar, sem finnast í jarðlögum, falla
inn í þróunarkenninguna.
Steingerfingafræðin hefur ávallt verið álitin einn mikilvægasti þáttur
þróunarkenningarinnar. í bókmenntum og fræðiritum benda fylgjendur kenn-
ingarinnar á steingerfinga sem ein mikilvægustu líkindagögnin þróunarkenn-
ingunni til stuðnings. Við skulum líta inn í steingerfingafræðina og athuga
hversu sannfærandi þessi líkingagögn eru.
Til þess að gera þessa rannsókn sanngjama og um leið áhrifameiri, verður
vitnað í rit þróunarkenningarmanna — ekki fylgjenda sköpunarkenningarinn-
ar. Til að byrja með verður litið á helstu staðreyndir varðandi steingerfinga
eins og þeir fyrirfinnast í hinum ýmsu jarð lögum jarðarinnar.
Þessar staðreyndir em (1) steingerfingar sem finnast í jörðu eru leifar af
dýrum sem nú eru uppi, í svo að segja öllum tilfellum, (2) í næstneðstu
jarðlögum birtast steingerfingar af margbrotnum dýrum snögglega (Cambrian
rock), (3) í neðstu jarðlögum er enga steingerfinga að finna sem verið gætu
fyrirrennarar þeirra dýra sem finnast í Cambrian berglögum, og (4) milliliðir
sem tengi saman dýr sem nú er að finna, fyrirfinnast ekki í formi steingerfinga.
Nú verður vitnað í þróunarkenningarmenn, þessu til staðfestingar. Varðandi
staðreynd 1: „Þrátt fyrir þessi sýnishom, þá er tilfellið samt, eins og sérhver
steingerfingafræðingur veit, að flestar nýjar tegundir og flestir nýir ættbálkar
koma snögglega fyrir í jarðlögum og eiga ekki fyrirrennara í formi þekktra
algjörlega samfelldra milliliða“
„Það er engin þörf á að fyrirverða sig lengur fyrir fátækleika steingerfinga-
sögunnar. I sumum tilfellum er steingerfingasagan næstum óviðráðanlega rík
og uppgötvanir koma inn hraðar en hægt er að flokka þær... Steingerfingasagan
er samt sem áður að mestu samsett af ófylltum bilum.“
Það er greinilegt af orðum þróunnarkenningarmanna sjálfra að steingerfingar
jarðarinnar gefa kenningunni um þróun öllu minni stuðning en oft er látið í
skína.
Varðandi staðreynd 2: “Eitt af stærstu vandamálum jarðfræðinnar og
þróunarkenningarinnar er að fjölbreytilegir fjölfrumungar og sjávarhryggleys-
ingar skuli fyrirfinnast í Cambrian berglögum en ekki í eldri berglögum...Hið
háa þróunarstig þeirra gefur greinilega til kynna að löng þróun átti sér stað