Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 25

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 25
21 áður en þeir birtust. En þegar við snúum okkur að’ berglögum sem eru eldri en Cambrian í leit að undanförum þessara steingerfinga, er þá hvergi að finna.“ Staðreynd 3 kemur fram í síðustu tilvitnun. Staðreynd 4 kom fram í annarri tilvitnuninni. í dýraríkinu eru tvö ákaflega stór bil, nefnilega bilið milli hryggleysingja og hryggdýra og bilið milli sjávardýra (vatnsdýra) og landdýra. Ef þróun hefði átt sér stað, hefði breyting frá hryggleysingjum upp í hryggdýr tekið langan tíma. Sú meinta þróun hefði sannarlega átt að skilja eftir sig mörg og greinileg ummerki. Staðreyndin er hins vegar sú að engir steingerfingar sem fallið gætu þar á milli hafa nokkurn tíma fundist. Einn af fylgjendum þróunarkenningar- innar hefur þetta að segja: „í jarðlögum frá Silurian og Devonian tímabilunum er að finna mikið magn af hryggdýrum af ýmsum gerðum. Augljóst er að þau hafa átt sér langa þróunarsögu. En um þá þróunarsögu vitum við að mestu leyti ekkert.“ Síðarnefnda bilið er stærra að því leyti að líffærin sem taka inn ildi (súrefni) úr umhverfinu eru svo ólík. Önnur nauðsynleg breyting, ef um þróun hefði verið að ræða, er frá uggum í fætur. Þetta er einmitt það sem þróunarmenn staðhæfa að átt hafi sér stað. En að finna steingerfinga sem styðji þá staðhæfingu er allmiklu erfiðara en að setja fram sjálfa staðhæfinguna. Um tíma höfðu þróunarkenningarmenn úrskurðað að viss fisktegund, coelachant, sem hafði fundist sem steingerfingur, væri byrjunarstigið á þróuninni frá fiskum til landdýra. Álitið var að þessi umrædda þróun hafi tekið milljónir ára. En þessi skoðun þagnaði allt í einu þegar þessi fisktegund fannst sprelllif- andi og við góða heilsu við Madagaskar árið 1958. Eftir þennan fund var margt ritað, meðal annars þetta: „Þessi fiskur hefur haldið formi sínu og byggingu í hundruð milljónir ára. Hér er sannarlega einn af stærstu leyndardómum þróunarkenningarinnar.“ Er nema eðlilegt að hlutimir verði að leyndardómum, þegar gert er ráð fyrir að þróun hafi átt sér stað en staðreyndir í náttúrunni benda eindregið til hins gagnstæða? En það eru ýmsar spurningar sem koma upp í hugann þessu varðandi. Til dæmis: Af hverju er það meiri leyndardómur að þessi sérstaka fisktegund hefur haldið formi sínu og lögun heldur en allar þær dýrategundir sem samkvæmt þróunarkenningunni eiga að vera ákveðin skref í þróunarstiganum? í næsta þætti verður litið inn í fræðigrein sem á síðustu áratugum hefur vaxið og eflst og er nú meðal þeirra vísindagreina sem árlega leggja fram stærsta skerf til skilnings okkar á okkur sjálfum og þeirri veröld sem við erum hluti af.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.