Innsýn - 01.04.1976, Síða 34

Innsýn - 01.04.1976, Síða 34
Fátt er eins skemmtilegt í húsmóöur- starfinu eins og aö baka holl og góö brauð fyrir fjölskylduna. Og leitun er á því barni sem ekki verður svangt þegar þaö kemur heim og finnur ilminn af nýbökuöu brauði. Systir White hefur sagt aö þaö sé mikill kristindómur í góöu brauöi. Til eru margar uppskriftir af brauöum. Ég gef ykkur hér eina sem er tekin úr gamalli matreiðslubók. Þessi uppskrift er svokölluö grunn uppskrift. Þið getiö notaö hana á margan hátt. [ uppskriftinni segir bara hveiti, þið getið blandaö saman hvítu hveiti og heilhveiti eins og ykkur þykir best. Sumum þykir best aö hafa það til helminga, aðrir vilja meira heilhveiti. Eins er meö sykurinn, þið getiö notað hvítan sykur eða púöur- sykur, eöa hunang, allt eftir ykkar smekk. Einnig má nota matarolíu eöa bráöið smjörlíki, hvort sem þið hafið við hendina. Ég vona aó ykkur gangi vel, en þó ekki takist of vel í fyrsta sinn, ekki gefast upp. Reynið aftur og aftur. í fyrsta sinn sem ég bakaði brauö meö perlugeri var þaö á námskeiði áskóla okkar í Banda- ríkjunum. Viö hlið mér var gamalreynd húsmóöir sem haföi bakað brauö heima í mörg ár. Brauöiö hjá mér slysaðist til aö heppnast vel, hennar brauö var þungt og flatt. Næsta dag ætlaöi ég aö baka brauð heima hjá mér, en þá hef- aðist ekki mitt brauö. Mér lá viö að gefast upp, en minntist þá atburöar dagsins á undan og geröi aöra tilraun. Aöalatriöiö er aö hafa vatnið mátu- lega volgt. Of heitt vatn gerir þaö aö verkum að geriö veröur óvirkt, en of kalt vatn hægir á hefuninni. Hafiö ekki trekk í herberginu á meöan þið bakið. Gaman væri að heyra frá ykkur um árangurinn. Lilja Guösteinsdóttir.

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.