Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 12

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 12
12 1 "Ja, ég skal sjá hvað hægt er að gera. ÞÚ hefur lagt mikið á þig við æfing- arnar og ég veit að þú kannt þitt hlutverk vel. Ég er viss um að þú gætir alveg komist af án æfingarinnar á laugardagsmorgni. Þar sem ég ræð ekki í þessari keppni sjálfur get ég ekki lofað þér neinu. En komdu þó á föstudag." Beth greip þetta hálmstrá, svo þunnt sem það var. En ef hún ætlaði sér að vera Sjöunda dags aðventisti í orðsins fyllstu merkingu, yrði hún að fylgja sannfær- ingu sinni. "Beth, ertu gengin af göflunum?" Linda stöðvaði hana fyrir utan æfingasal- inn. "Gerir þú þér ekki grein fyrir því hvílíkur heiður þetta er? Allir bestu söngvararnir í sýsl- unni koma saman í keppninni, og hér hefur þú tækifæri til þess að verða á meðal þeirra. Herra Riley sem er besti kórstjórnandinn í ríkinu mun stjórna okkur. Hafa þessar staðreyndir ekkert að segja fyrir þig. ÞÚ 'hlýtur að geta látið þig vanta í kirkjuna í eitt skipti þegar svona mikill viðburður sem kórkeppni sýslunnar er annars vegar'" "Ó, Linda, auðvitað er mér þetta allt svo mikils vert. En þetta snýst ekki bara um það að láta sig vanta í kirkjunni. Ég gæti ekki varðveitt hvíldardaginn - dag Drottins." Beth sárn- aði að Linda, besta vinkona hennar, skyldi ekki skilja hana. Hún bað í hljóði að trú hennar mætti styrkjast. "Jæja," vinkona hennar var auðsjáanlega rugluð, "en síðast liðið vor þegar þú heimsóttir mig, versluð- um við saman á laugardegi. Það virtist ekki valda þér miklum áhyggjum þá." Beth beit í vörina á sér. Þetta var satt, og hún var leið yfir því að hún hefði gefið Lindu svo slæma mynd af aðventistum. Hún yrði nú að leggja því meira á sig til að endurreisa þá mynd. "Sjáðu til, ef þetta skiptir þig svo miklu mali, Beth, þá getur þú einfald- lega sleppt söngverkinu um fiðlarann. Það er eini söngurinn sem ekki er and- legs eðlis, allt hitt eru sálmar og andlegir söngvar." Það var satt. Ef til vill gæti hún gert það. Eitt augnablik var þeSsi hugsun hræðileg freisting fyrir Beth. Nei, hún ætlaði ekki að

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.