Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 22

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 22
hefur borðað lyst sína, flýgur hann aftur út úr munni krókódílsins í snatri og herra krókc- díll lokar munni sínum til að hvíla sig. Eftir smástund kemur annar fugl í heimsókn. Og aftur opnar krókódíllinn munn sinn og fuglinn fyllir maga sinn af þessum blóðsugum. Og brátt eru allar blóðsugurnar farnar og krókó- díllinn getur farið að sofa. Er það ekki undarlegt að þessi stóri, sterki krókódíll getur ekki losað sig við litlar, veikburða blóðsugur? Krókódílafuglinn verður að koma og hjálpa honum. Syndin er eins og þessar blóðsugur. Hun getur náð sterkum tökum á pilti eða stúlku svo að þau geti ekki losað sig sjálf við hana. Einhver annar verður að koma til hjálpar, og þessi einhver er Drottinn Jesús, því að Guð sendi engil sinn til þess að segja Maríu, "og skalt þú kalla nafn hans Jesús, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra" (Matt.1,21). Þegar þú treystir frels- aranum til þess að bjarga sjálu þinni, afmáir hann syndir þínar og gerir þig að sínu eigin barni. Biblían segir að Jesús hafi "feykt burt misgjörðum þínum eins og þoku, og syndum þínum eins og skýi" (Jes.44,22). Þegar Gamla testamentið var upprunalega skrifað á hebresku, var enga sérhljóða þar að finna, né heldur kommur eða punkta. Þá voru eingongu upphafsstafir notaðir. Hér er eitt dæmi, en það er vel þekktur texti í Biblíunni. Reyndu að lesa úr honum mikilvægan boðskap til þ.'n sérstaklega. ÞVDSVLSKÐGÐHMNNÐHNNGESNSNNNGTNNTLÞSSÐHVRSMHNN TRRGLTSTKKHLDRHFLETLF

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.