Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 16

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 16
HVERS VEGNA? framh. SORG 'A HIMNI Siðasti kafli fjallaði um LÚsífer og fylgjendur hans og hvernig þeir áformuðu að fá alla hina englana á þeirra band. NÚ munum við komast að raun um hvað gerð- ist á meðal trúföstu engl- anna, því að þeir lögðu engu minna á sig að sannfæra alla englana um að reynast Guði trúfastir. Englarnir voru í raun og veru þrískiptir, það er að segja,i fyrsta lagi þeir sem þegar höfðu ákveðið að fylgja LÚsifer, i öðrulagi þeir, sem voru ákveðnir i þvi að reynast Guði trúfastir, og svo að lokum stór hópur engla sem ekki höfðu gert upp hug sinn hvorum þeir vildu fylgja. Þessi þriðji hópur varð nú fyrir miklum þrýstingi úr tveimur áttum. Nvrmunum við reyna að lýsa þvi sem þarna gerðist. í fyrsta lagi,skulum við hugsa okkur að nokkrir af aðalenglunum sem sýndu Guði hollustu ákváðu að heimsækja LÚsifer. "Ef til vill meinti hann ekki það sem hann sagði," gætu þeir hafa sagt með sjálfum sér. "Ef til vill skildum við ekki fyllilega það sem hann var að reyna að tjá sig um." "En ef hann meinti nú nákvæmlega það sem hann sagði, eins og það hljómaói i okkar eyrum, verðum við samt að reyna okkar besta til að fá hann til að skipta um skoðun," sagði forystu- engillinn. "Við höfum alltaf verið svo nánir vinir og ég er viss um að hann mun hlusta á mig." "Það vona ég svo sannar- lega," sagði þriðji engill- inn. Ef hann þráast við, verður Guð svo sannarlega að taka í taumana. Ekki get ég imyndað mér hvað hann tæki til bragðs, en það gæti verið eitthvað hræðilegt. Ég get bara ekki hugsað þá hugsun á enda." Hann var með grát- stafinn i kverkunum. "já, þegar við tölum um Guð," bætti enn annar engill við, "hugsið ykkur þá bara hvað þetta hlýtur að hryggja hjarta hans. LÚsifer, æðsti

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.