Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 30

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 30
22 Nokkru síðar heppnaðist Sidney Fox að sameina nokkrar amínósýrur í ákveðna eggjahvítu-keðju. Til þess að koma þessu til leiðar notaði hann sérstaka aðferð sem er alltof flókin til að hafa myndast sjálf- krafa í náttúrunni. Þessar eggjahvitu-keðjur eru enn- fremur langt frá því að vera það sama og þau flóknu eggjahvituefni sem eru i lifandi frumum. Þær voru einfaldlega óreglulegar og gagnslausar eggjahvítu- keðjur. Árið 1967 var mikið gert úr afreki Arthurs Kornbergs þegar honum tókst að fram- leiða DNA mólikúl. DNA (kjarnasýra) er í kjarna frumunnar og stjórnar æxlun frumunnar. Aðrir hafa gert svipað siðan. Þetta eru eftirtektarverð afrek, sem vakið hafa verðskuldaða athygli. En hversu athyglisverð sem þessi afrek eru, þá er staðreynd- in sú, að i engu tilfell-: anna hefur verið um fram- leiðslu lifs að ræða. Það sem i raun og veru gerðist i öllum þessum tilfellum, var að gert var nokkurs konar afrit af raunveru- legum DNA mólikúlum. Og þessi gerfimólikúl voru ekki gerð úr dauðum ólif- rænum efnum, heldur efnum sem mynda venjulega kjarna- sýru, þar á meðal ýmsum kveikjum (enzvmes). Árið 1970 var því haldið fram, að J.P.Danielli hefði tekist að framleiða lifandi frumu. Þessi frétt vakti skiljanlega mikla athygli og varð að talsverðu um- talsefni meðal manna. Þeg- ar öll spilin voru lögð á borðið, af fréttamönnum, kom hins vegar fram að Daníelli hafði byrjað til- raunina með lifandi frumu. Honum tókst að leysa hana upp i hina einstöku hluta hennar og tengja þessa ein- stöku hluta aftur saman með flóknum aðferðum. Þetta er merkilegt afrek út af fyrir sig, en er sannar- lega ekki framleiðsla lifs i þeirri merkingu að lifræn efni komi fram við með- höndlun ólifrænna efna. Undanfarna tvo áratugi hafa líffræðingar rannsakað itarlega gerð og starfsemi

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.