Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 32

Innsýn - 01.12.1976, Blaðsíða 32
2*1 háð hinu. Þessi vandi er viðurkenndur af þróunarsinnum eins og fram kemur í eftirfarandi tilvitnunum: "Alvandasöm- ustu spurningunni varðandi þróunarkenninguna, hvað erfðafræði snertir, er enn ósvarað.... Sú staðreynd að eftirmyndum DNA og úf- vinnsla upplýsinganna sem felast í erfðalykli mólík- ulsins, krefjast mjög sér- stakrar kveikju, og að gerð þessara kveikja er samtímis ákvörðuð af DNA mólíkúlinu sjálfu, er merkilegur þróunarkenningarlegur leyndardómur. En þessi staðreynd er aðeins leyndardómur svo lengi sem gengið er út frá þróun. Um leið og gert er ráð fyrir sköpun, breytist þessi leyndardómur í aðdáun á undramætti skaparans. Enn annar þróunarsinni hefur þetta að segja um sama atr- iði: "Birtist erfðalykill- inn og útbúnaðurinn fyrir úrvinnslu hans samtímis í þróuninni? Það virðist allt að því ótrúlegt að slík tilviljun hafi átt sér stað þegar tekið er tillit til hversu flókið hvort um sig er og þess skilyrðis, að nákvæm sam- stilling er nauðsynleg til þess að afkoma sé möguleg. Þeir sem uppi voru á undan Darvin (eða vantrúarmenn gagnvart þróun, eftir Darvin) hefðu sannarlega túlkað þessa ráðgátu sem ein sterkustu rökin fyrir sköpun." Já. það er erfitt að sniðganga þá hugsun að ofangreind staðreynd, varð- andi DNA, renni stoðum und- ir sjónarmið þeirra sem trúa á sköpun. Með hliðsjón af mis heppnuðum tilraunum vís- indamanna til að framleiða líf, þrátt fyrir allan tæknibúnað nútímans (sem sannarlega var ekki til staðar í upphafi jarðar, hvernig sem á málið er lit- ið) þá virðist aðeins ein raunhæf niðurstaða blasa við og hún er þessi: Þær staðreyndir sem líffræðin hefur leitt í ljós varðandi þau atriði sem hér hafa verið rædd, falla betur inn í kenningar sköpunar- sinna heldur en þróunar- sinna. 1. H.M.Morris, Scientific Creationism,San Diego: Creation-Life Publishers, 1974,bls.48. 2. Sama bók, bls.48.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.