Kjarninn - 26.09.2013, Page 61

Kjarninn - 26.09.2013, Page 61
01/01 kjarninn ÁlIt Kjarninn tekur á móti aðsendum greinum. Ekki er tekið við greinum lengri en 700 orð. Mynd af höfundi verður að fylgja. Sendið greinar á ritstjorn@kjarninn.is Fjöldi Flugvéla og áFangasTaða 2008 Áfangastaðir Icelandair eru 23. Floti félagsins samanstendur af tíu flug- vélum; níu Boeing 757-200 vélum og einni Boeing 757-300. 2009 Fjöldi áfangastaða hækkar í 25 þegar Seattle og Stafangur koma inn í leiðakerfi félagsins. Bætt er við einni Boeing 757-200 vél. 2010 Félagið bætir við Brussel og Þránd- heimi inn í leiðakerfið. Bætt er við einni Boeing 757-200 vél. 2011 Fjórir áfangastaðir hafa bæst við í leiðakerfi félagsins og flýgur félagið nú til Billund, Gautaborgar, Hamborgar og Washington D.C. Fjöldi áfangastaða er nú 31. Bætt er við tveim vélum í flotann, báðum af gerðinni Boeing 757-200 . 2012 Denver er nýr áfangastaður félagsins þetta árið. Einnig hefst flug til Gatwick-flugvallar í london til við- bótar við flug félagsins til Heathrow- flugvallar. Bætt er við tveim Boeing 757-200 vélum. Aukin tíðni á flesta áfangastaði félagsins. 2013 Fimm nýir áfangastaðir bætast við leiðakerfið. Þeir eru Anchorage, Sankti Pétursborg og Zürich. Einnig flug til Newark-flugvallar í New Jersey til viðbótar við núverandi flug félagsins til New York-borgar. Floti félagsins stækkar og telur nú átján vélar; sautján Boeing 757-200 og eina Boeing 757-300. tíðni eykst á flesta áfangastaði félagsins. 2014 (áætlun) Flotinn hefur stækkað um 110% síðan 2008 og eru vélarnar orðnar 21 talsins. Ekki hefur verið gefið út hvers konar flugvélar þessar þrjár verða. Þrír nýir áfangastaðir koma inn; Genf, Vancouver og Edmonton. Fjöldi áfangastaða er orðinn 38. tíðni eykst á flesta áfangastaði félagsins. Flugáætlun fyrir sumarið 2014 er sú stærsta í 77 ára sögu félagsins. nýir áfangastaðir og framtíðartækifæri icelandair Framkvæmdastjóri Icelandair hefur sagt að markmiðið sé að þétta leiðakerfi félagsins á sumrin og á veturna. Minnka eigi árstíðasveifluna í leiðakerfinu með því að fljúga oftar til núverandi áfangastaða og til fleiri borga á veturna. Iceland- air er nú þegar byrjað að þétta leiðakerfi sitt fyrir komandi vetur, með því að fjölga ferðum til Parísar og Toronto. Enn fremur hefur félagið flogið undanfarna vetur til München og Helsinki, svo dæmi séu tekin, sem það gerir einnig á sumrin. Ekki er hægt að sleppa að nefna að félagið mun hefja flug til Newark-flugvallar í nágrenni New York-borgar, en það er aðeins viðbót við núverandi flug félagsins þangað. Mörg spennandi tækifæri bíða Icelandair, ekki síst í Norður-Ameríku, þar sem tækifærum í Kanada mun að öllum líkindum fjölga til muna. Hingað til hafa flugmálayfirvöld í Kanada haft miklar hömlur á flugi flugfélaga þangað, stýrt flugtíðninni og hvaða áfangastaða hvert flugfélag flýgur til. Þetta hefur gert það að verkum að Icelandair hefur þurft að fljúga til Halifax til þess að fá að fljúga til Toronto og hægst hefur á fjölgun áfangastaða þar. En nú með nýjum samningi, svokölluðu „open skies agreement“, munu þessar hömlur falla úr gildi. Á síðustu misserum hefur Icelandair gert samn- inga við kanadísku flugfélögin Westjet og Porter Airlines sem munu væntanlega styðja sókn Icelandair á Kanadamarkað, sérstaklega samningurinn við Westjet. Meðal áfangastaða sem hugsanlega gætu komið inn í leiðakerfi Icelandair í Kanada í náinni framtíð eru Montreal, Vancouver og Edmonton, en eins og fyrr er sagt verða tvær síðastnefndu borgirnar nýir áfangastaðir félagsins fyrir næsta sumar. Borgir eins og Winnipeg og Calgary væru einnig álitlegir kostir en eflaust eru þær aðeins neðar í goggunarröðinni, þar sem markaðurinn er líklega of lítill fyrir flota Icelandair eins og hann er í dag. Í Bandaríkjunum getum við séð áfangastaði eins og Chicago, Miami, Portland og jafnvel Atlanta. Ólíklegt er að Icelandair hefji flug til Detroit og Philadelphia, einfaldlega vegna þess að þeir markaðir eru vel mettaðir þar sem bandaríska flugfélagið US Airways er með stóra miðstöð í Philadelphia og Delta Air- lines er með stóra miðstöð í Detroit. Þó verður spennandi að sjá hvort tíðni til Minneapolis muni aukast og einnig hvort borgin verði áfangastaður félagsins allan ársins hring. Leiðakerfi Icelandair í Evrópu er nánast fullmettað eins og staðan er í dag. Aftur á móti gætu áfangastaðirnir Dublin, Prag, Varsjá, Düsseldorf, Vín og Birmingham bæst við á næstu misserum. Þessir áfangastaðir eru allir innan fjögurra tíma radíuss frá Keflavík þó að Prag og Varsjá séu reyndar á mörkunum. Enn fremur væru staðir eins og Zürich og Brussel áhugaverðir „kandídatar“ sem vetraráfangastaðir, sérstaklega fyrir farþega sem fljúga milli Evrópu og Norður- Ameríku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.