Kjarninn - 20.03.2014, Síða 14

Kjarninn - 20.03.2014, Síða 14
03/05 upplýSingatÆkni pappírsnotkun þá sérstaklega, sem hafa skýran snertiflöt við tæknilegar framfarir þegar kemur að miðlun á upplýsingum. Þetta á ekki síst við um þjónustu hjá hinu opinbera og allt sem að henni snýr, svo sem dreifingu á upplýsingum af ýmsu tagi. Internetið er fyrir löngu farið að marka daglegt líf fólks með margvíslegum hætti. Þjónusta af ýmsu tagi er í boði í gegnum internetið og það er nýtilegt til sífellt fleiri hluta. En áhrifin sem hin stafræna bylting, eins og snjallsíma- og spjaldtölvuvæðingin er oft nefnd, getur dýpkað þessi áhrif enn meira. Blaðamaðurinn Michael Joseph Gross, sem skrifar í Vanity Fair, sagði grein í maíútgáfu tímaritsins árið 2012 að næsta heimsstyrjöld færi fram á internetinu. Fyrirsögnin á grein hans, World War 3.0, var skírskotun í þessa merkilegu tíma, þar sem barist verður um upplýsingar og völd sem þeim fylgja. Snjallvæðing Upplýsingum er nú miðlað í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur um leið og hlutirnir gerast. Hér má sjá fréttir frá Ólympíuleikunum í Sotsí í norskum fjölmiðlum í ýmsum snjalltækjum, en Norðmenn eru oft sigursælir í vetraríþróttum.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.