Kjarninn - 20.03.2014, Qupperneq 26

Kjarninn - 20.03.2014, Qupperneq 26
03/05 fjarSkipti á einhverjum tímapunkti seldur. Af því varð loks í byrjun ágúst 2005. Og um var að ræða stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar. Aldrei hafði nokkur borgað jafn mikið fyrir fyrirtæki í eigu ríkisins. Ekki einu sinni bankana sem seldir voru nokkrum árum áður. Þrír hópar fjárfesta buðu í 98 prósenta eignarhlut ríkisins í Símanum. Hópur sem kallaði sig Nýja Símafélagið bauð lægst, 54 milljarða króna. Símstöðin ehf., sem var meðal annars í eigu Burðaráss og KEA, bauð um 60 milljarða króna. Hæsta tilboðið kom hins vegar frá Skiptum ehf., 66,7 milljarðar króna á þávirði. Að baki hópnum stóðu Exista, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og MP banki. Stærstur í honum var Exista, sem var líka stærsti eigandi Kaupþings. Kaupverðið var að langstærstu leyti tekið að láni með stóru sambankaláni sem Kaupþing leiddi. Auk þess yfirtóku nýir eigendur 14 milljarða króna skuldir. Þar af voru einungis 7,7 milljarðar króna skammtímaskuldir. Þær kvaðir voru settar á söluna að enginn einn aðili mætti eignast meira en 45 prósent hlut í Símanum. Almenningi og öðrum fjárfestum átti auk þess að verða gert kleift að kaupa 30 prósenta hlut í fyrirtækinu í gegnum skráningu á markað sem átti að eiga sér stað fyrir árslok 2007. Þegar kom að því að skrá Skipti á markað snemma árs 2008 gerði Exista hins vegar yfirtökutilboð í félagið og eignaðist það allt. Þessi gjörningur var rökstuddur með því að markaðsaðstæður Símapeningarnir nýttuSt ekki að öllu leyti Sem Skyldi Skömmu eftir að tilboði Skipta í Símann var tekið greiddu nýir eigendur fyrir félagið. Kaupverðið var að mestu tekið að láni. Tæpur helmingur þess, um 32 milljarðar króna, var í erlendri mynt og fór beint í að greiða niður erlendar skuldir íslenska ríkisins. Restin, 34,7 milljarðar króna, var lögð inn í Seðlabankann í formi lána og í kjölfarið gefin út fjögur skuldabréf sem greiða átti út fyrsta dags júlí- mánaðar árið 2007, 2008, 2009 og 2010. Vextir áttu að hrannast upp á þessi lán og upphæðin átti að vaxa upp í 43 milljarða króna. Peningarnir voru eyrnamerktir alls kyns dýrum verkefnum sem ráðast átti í með skattfé. Upphaf- lega áttu 18 milljarðar þeirra til dæmis að fara í nýtt hátækni sjúkrahús og 15 milljarðar króna í samgönguúrbætur á borð við Sundabraut. Þá fékk Landhelgisgæslan þrjá milljarða króna til að kaupa flugvél og varðskip og ýmsir aðrir fengu líka háar upphæðir. Ljóst er að féð skilaði sér alls ekki allt í þau verkefni sem það hafði verið eyrnarmerkt. Hvorki hátæknisjúkrahús né Sundabraut eru enda risin. Um 20 milljarðar króna runnu þvert á móti í ríkissjóð og fóru í almennan rekstur hins opinbera og það sem lá eftir í Seðlabankanum við bankahrunið fór sömu leið. Beint í hít afleiðinga þess hruns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.