Kjarninn - 20.03.2014, Side 35

Kjarninn - 20.03.2014, Side 35
Þrír vinir æðstu menn í fjarskiptunum Fjarskiptafyrirtækin Vodafone, Nova og Síminn eru þrjú stærstu fyrirtæki landsins á sínu sviði. Manna- breytingar hafa verið þó nokkrar á síðustu árum í stjórnendastöðum og í eigendahópnum. Nú er svo komið að Björgólfur Thor Björgólfsson á Nova, Heiðar Guðjónsson er stjórnarformaður Vodafone og Orri Hauksson forstjóri Símans. Þessir þrír þekkjast vel frá gamalli tíð. Bæði Orri og Heiðar hafa unnið náið með Björgólfi Thor í viðskiptum. Þetta sýnir kannski hvað Ísland er lítið. Sigmar í orlof og gísli marteinn í Útsvar Hinn skeleggi Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kast- ljóss, hefur stýrt spurningaþætti sveitarfélaganna, Útsvari, með glæsibrag frá upphafi þeirra ásamt Þóru Arnórsdóttur. Sigmar er nú á leið í fæðingarorlof og í bak- herbergjunum er fullyrt að í hans stað komi maður sem þekki Útsvar vel. Þar er um að ræða borgar- fulltrúann fyrrverandi Gísla Martein Baldursson. Hann mun auk þess stýra þjóðmálaþætti sínum Sunnudagsmorgnum áfram. af netinu Samfélagið segir ...um brottrekstur á RÚV kjarninn 20. mars 2014 facebook twitter líSa rÓSu-Og kriStjanSdOttir Fínt að stokka upp í húsinu, af þessum níu framkvæmdastjórum var ein kona, með nýjum ráðningum verður vonandi bætt úr þessu og kynjahlutföllin leiðrétt. þriðjudagur 17. mars guðrÚn björnSdÓttir Liður íhaldsins í að búta niður og koma RÚV í einkavinahendur, hafa aldrei verið mjög menningarlegir eða skilið menningu yfir höfuð, money money er þeirra æðsti Guð svona fyrir utan það sem er út í móa! þriðjudagur 17. mars ÞÓrarinn ÞÓrarinSSOn Ekki hvarflar að mér að gera athugasemdir við göfuga áætlun nýs útvarpsstjóra um að kven- og dreifbýlisvæða stofnunina. En kannski slær aðeins á sveitarómantíkina ef maður rétt minnir á að utanríkisráðherra er utan af landi. þriðjudagur 17. mars Haukur Sm @haukurSM Hlakka til þegar Björn Ingi verður fréttastjóri Rúv. Hlakka ýkt mikið til. þriðjudagur 17. mars Ólafur nielSen @olafurnielsen Magnús Geir er með pung. Svona á að gera þetta. Moyes gæti lært sitthvað af honum. Ekki kominn hálfleikur og Magnús með þrefalda skiptingu. þriðjudagur 17. mars arni tHraStarSOn @thrastarson Hvenær ætlar Magnús Geir að skila jeppanum? þriðjudagur 17. mars 01/01 Samfélagið Segir

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.