Kjarninn - 20.03.2014, Page 50

Kjarninn - 20.03.2014, Page 50
05/06 álit flest öll OECD-ríkin að Bandaríkjum Norður-Ameríku undan- skildum. Við fæðingu getur íbúi OECD-landanna vænst þess að ná 80,1 árs aldri. Nýfæddir íbúar í Bandaríkjunum geta að- eins vænst að ná 78,7 ára aldri en nýfæddur Íslendingur get- ur vænst þess að ná 82,4 ára aldri samkvæmt yfirliti OECD, (OECD, 2013). Ástæðan er ekki sú að Bandaríkjamenn eyði minna fé til heilbrigðismála á heildina litið en önnur lönd OECD. Þvert á móti. Heildarútgjöld USA til heilbrigðis mála nema 17,7% af vergri landsframleiðslu. Samsvarandi tala fyrir meðaltal OECD er 9,3% og 9% fyrir Ísland. Bandaríkja- menn nota um það bil tvöfalt stærri hluta landsframleiðslu sinnar í heilbrigðisútgjöld en aðrar efnaðar þjóðir en ná samt lakari árangri hvað varðar lífslengd en þær. Það eru margar samþættar skýringar á því hversu dýrt bandaríska kerfið er og hversu óskilvirkt það er samanborið við önnur kerfi. Hið opinbera í Bandaríkjunum niðurgreiðir vissulega hluta af heilbrigðisútgjöldum, m.a. með skattaafslætti. En skyldu- tryggingu hefur ekki verið beitt fyrr en nýlega. Ætli stór hluti af skýringunni á meiri skilvirkni heilbrigðisútgjalda í öðrum OECD ríkjum en Bandaríkjunum sé ekki að þau ríki styðjast við kerfi opinberra (að hluta til niðurgreiddra) heilbrigðistrygginga. niðurstaða Ef dósaopnari er ekki til staðar á „eyðieyju“ hagfræðingsins, efnafræðingsins og eðlisfræðingsins verða þeir kumpánar að finna aðra aðferð til að opna niðursuðudósirnar sínar. Það hefur ekkert gildi þar og þá að ímynda sér að maður hafi dósaopnara í höndunum. Það er ekki hægt að opna niðursuðudós með ímyndun. Raunverulega aðgerð þarf til. Sama á við um greiningu á gagnsemi opinberra heilbrigðis- trygginga. Sú aðferð að spyrja um hlutverk opinberra heilbrigðis trygginga í ímynduðum heimi fulkominna mark- aða er ómark, rökleysa, afvegaleiðing. Opinberar heilbrigðis- tryggingar eru lausn á raunverulegum vanda sem kemur upp í raunverulegum samfélögum. Hér að ofan hafa verið rakin nokkur dæmi um markaðsbresti á heilbrigðissviðinu.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.