Kjarninn - 20.03.2014, Page 54

Kjarninn - 20.03.2014, Page 54
02/05 piStill þjóðarinnar til Evrópusambandsins. Fyrsti hópurinn, sá aðildarsinnaði, er fremur fámennur enda eru Íslendingar almennt ekki hrifnir af alþjóðastofnunum og kommisörunum þar. Að sama skapi er annar hópurinn, „no matter what“ and- stæðingar ESB, nokkuð fjölmennari en getur þó ekki verið öruggur um að vera það fjölmennur að vinna slaginn um aðild þegar þar að kemur. Þriðji hópurinn er þar af leiðandi hópurinn sem ræður ferðinni. Sá hópur er að mestu leyti skipaður fólki sem hefur þann dásamlega íslenska eiginleika að vilja alltaf vera að gera díla. Þetta er fólkið sem eyðir stórfé í flug og hótel til Boston um jólin til þess að spara sér einhverjar krónur í fatakaupum í mollunum úti – vill frekar fá mesta afsláttinn en besta verðið. Þessi viðhorf hafa svo verið yfirfærð á spurninguna um aðild að ESB með frasanum um að fá að „kíkja í pakkann“ og sjá hvort það sé bara ekki hægt að gera þokkalegan díl fyrir Ísland. Ef við fáum góðan díl sláum við til, annars ekki. Kannski svipað og þegar maður fer og skiptir um símafyrirtæki. Þú ferð út í næstu símaverslun, sest hjá einhverjum sprækum afgreiðslu- manni og byrjar að prútta: Fæ ég eina fría mynd á Vodinu? Græði ég á að fara í Risapakkann ef ég hætti að hringja í mömmu á sunnudögum? Hvað geturðu slegið af iPhone-inum ef ég tryggi þér að ég kem með öll mín viðskipti til ykkar? Svo er málinu lokað með díl og allir massasáttir. engin tilboð í eSB Vandinn er samt að samningar við ESB eru ekki eins og að semja við Nova eða taka þátt í tilboði hjá Hópkaupum. Sá grundvallarmunur er á að ESB hefur engan sérstakan hag eða áhuga á því að fá Ísland inn í sambandið. Það er ekkert mótfallið því en ekkert stressað yfir því heldur. Embættismenn ESB hittast ekki á morgnana í Brussel, lesa Moggann á netinu og nýjasta pistilinn eftir Styrmi á „Sá hópur er að mestu leyti skipaður fólki sem hefur þann dásam- lega íslenska eigin- leika að vilja alltaf vera að gera díla.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.