Kjarninn - 20.03.2014, Side 72

Kjarninn - 20.03.2014, Side 72
03/05 Bílar leiðandi þyrfti minna af bensíni eða dísil til að knýja bílinn áfram. Meðalgreindir menn voru nokkuð fljótir að átta sig á því að það er ekkert til sem heitir „ókeypis“. Til að rafgreina vatnið þarf vélin að framleiða meira rafmagn en ella, en góður bílarafall nær u.þ.b. 50-60% nýtni. Það er jú vélin sem knýr rafalinn og til þess þarf hún eldsneyti til að byrja með. Kraftaverkamennirnir dóu ekki ráðalausir. Á skömmum tíma breyttist sannleikurinn og sjálfsprottin orka féll í gleymsk- unnar dá. Nú var vetnið svo- kallaður brunahvati, en sökum þess hversu mikið eldsneyti fer óbrunnið í gegnum vélina myndi vetnið flýta brunanum og auka hann, sem þýddi að minna elds- neyti þyrfti til að knýja bílinn áfram. Þetta fellur vissulega betur að óhentugum náttúrulögmálum. Þangað til farið er að reikna. Magnið af vetni sem þarf til að hafa mælanleg áhrif er slíkt að ómögulegt væri að framleiða það um borð í bílnum. Þá er alls óvíst að það bæti upp fyrir orkutapið sem rafgreiningin útheimtir. PM lét þekktan „fagmann“ um að útbúa Honda Accord-bifreið með vetnisbúnaði og greiddi fyrir rúma 1.800 dali. Prófanir hjá vottuðum aðila leiddu í ljós að eyðslan jókst lítillega þegar búnaðurinn var virkur. Hann gat ekki einu sinni bætt fyrir eigin orkuþörf. Vetnisbúnaður hefur verið boðinn hér á landi áður, síðast fyrir nokkrum misserum fjallaði mbl.is um búnaðinn og virð- ist hlutlægni þess miðils hafa boðað veikindi þann daginn. Engu að síður varð lítið úr þeirri viðskiptaáætlun. Það væri frekja að eyða dýrmætum tíma lesenda í að fara

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.