Kjarninn - 17.04.2014, Page 16
07/08 EfnahagSmáL
Baugur Group og tengdir aðilar
Í skýrslunni kemur fram að Baugur Group og aðilar tengdir fé-
laginu hafi fengið lán án veða m.a. vegna þess að Baugur hefði
verið mjög fjársterkur aðili og að áratuga góð reynsla væri hjá
sparisjóðnum af viðskiptum við aðila tengda félaginu.
650 milljóna króna lán sem SPRON veitti Baugi 1. júlí 2008
fór í vanskil í september 2008. Í skýrslunni segir: „Hinn 12.
desember 2008 veitti sparisjóðurinn Baugi Group hf. lán að
fjárhæð 1.149 milljónir króna [...] Lánið var veitt til að endur-
fjármagna eldri skuldir félagsins, bæði til uppgjörs á láninu
frá því í júlí sama ár og greiðslu skuldabréfs [...] Skuldabréfið
hafði verið gefið út til handa Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis í september 2007, upphaflega að nafnvirði 500
milljónir króna með lokagjalddaga 28. september 2008,en var
í vanskilum frá þeim tíma. Sem tryggingu fyrir láninu lagði
fram 29,5 prósent hlut í F- Capital sem veð. Baugur átti F-
Capital að fullu en sama dag og þetta lán var veitt tók Spari-
sjóðabankinn yfir helming hlutafjár í félaginu til fullnustu
skuldum við sig. Í lok desember 2008 voru færðar tæpar 1.150
milljónir króna í sérgreint afskriftaframlag vegna útlána til
Baugs Group hf., eða sem nam heildarskuldbindingu félags-
ins. Baugur Group hf. var úrskurðað gjaldþrota í mars 2009.“
Hvítsstaðir
Hvítsstaðir ehf. var stofnað árið 2002 til að kaupa fjórar jarðir
á Mýrum af Sparisjóði Mýrasýslu. Félagið var í eigu Hreiðars
Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Magnúsar Guð-
mundssonar, Steingríms P. Kárasonar, Ingólfs Helgasonar og
Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar, en hann hvarf úr hluthafa-
hópnum á árinu 2007.
Í desember 2011 kyrrsetti slitastjórn Kaupþings banka hf.
hluti fimmmenninganna í Hvítsstöðum ehf. vegna skuldbindinga
þeirra við þrotabú Kaupþings. Þá höfðu Hvítsstaðir ehf. einnig
verið með háa skuldbindingu í Sparisjóði Mýrasýslu sem Arion
banki hf. hafði yfirtekið eftir fall sparisjóðsins. Í lok árs 2011 var
eigið fé Hvítsstaða ehf. neikvætt um 806 milljónir króna.