Kjarninn - 17.04.2014, Page 25
grEining Skýrsla rannsóknarnefndar um sparisjóðina
markaðs misnotkun,
innherjabrot og
umboðssvik
01/04 GreininG kjarninn 27. mars 2014
f
jórir stærstu sparisjóðir landsins: SPRON, Byr og
Sparisjóðirnir í Keflavík og Mýrasýslu, höguðu
sér að mörgu leyti meira eins og fjárfestingarfélög
en sparisjóðir. Þau voru undir hælnum á stærri
bönkum eða ákveðnum viðskiptamannahópum
og fjármögnuðu oft á tíðum gjörninga sem stóru bankarnir
annaðhvort vildu ekki eða gátu ekki, sökum hámarksútlána
til ákveðinna aðila, fjármagnað.
Kjarnastarfsemi þeirra var ónýt, vaxtamunur lítill eða
enginn og sumum þeirra tókst meira að segja ekki að
hagnast á því að lána út verðtryggð íbúðalán. Lán voru veitt
án nægjanlegra trygginga og lánað var til stofnfjárkaupa
með veði í bréfunum sjálfum, sem er andstætt lögum.
Í stað þess að þjónustutekjur og vaxtamunur inn- og
útlána einkenndi rekstur sjóðanna fyrir bankahrun var uppi-
staðan í vexti og hagnaði þeirra nánast einvörðungu útlán
sem orka í besta falli tvímælis og gríðarlega áhættusamar
fjárfestingar í verðbréfum. Auk þess tóku þeir oft á tíðum
þátt í fjárfestingarstarfsemi sem skilaði miklu tapi. SPRON
grEining
Þórður Snær Júlíusson
L @thordursnaer
01/04 grEining