Kjarninn - 17.04.2014, Side 55

Kjarninn - 17.04.2014, Side 55
05/05 LÍfSStÍLL fjöll til þess að ganga á. Eitt þeirra er Búrfell í Grímsnesi, sem er 534 metra hátt og um 7 km ganga á það fram og til baka. Búrfell landsins eru víst 47 talsins og ef maður ætlar að ganga á þau öll er ekki slæmt að byrja á þessu. Best er að fara frá bænum á Búrfelli. Ef menn vilja takast á við lægra fjall er hægt að velja sér Mosfell, sem er rétt austan við sumarbústaðahverfið í Gríms- nesi og ganga frá samnefndum bæ og kirkjustað. Mosfellið er lágt og létt fjall við allra hæfi, um 3 km ganga. Hægt er að ganga á Ingólfsfjall, sem blasir við úr sumar- bústaðahverfinu í Grímsnesi. Það er víða bratt og óárennilegt en frá Alviðru norðan við fjallið er vinsæl leið á fjallið sem ætti að geta verið vel fær á þessum árstíma. Vilji menn komast enn frekar á bragðið og vinna sér fyrir stóru páskaeggi er hægt að aka austur í Skálholt og yfir Hvítá við Iðu, en þá er ferðalangur staddur við endann á Vörðufelli, sem er áberandi fjall á Suðurlandi og ágæt gönguleið upp á það að norðanverðu. Það er um 6-7 km ganga eftir því hve langt inn á fjallið menn vilja fara. Sá sem er í meðallagi þungur/þung (minna en 100 kg) má gera ráð fyrir því að á röskri/erfiðri göngu sé brennslan í kringum 400 hitaeiningar á hverri klukkustund. Það þýðir að til þess að ganga af sér páskaegg af þeirri stærð sem hér er miðað við þarf að halda uppi slíkri brennslu í um 5 klukku- stundir. Hér getur lesandi huggað sig við að páskaeggið er að jafnaði aðeins eitt á mann en páskarnir eru nokkrir dagar svo að hægt er að dreifa brennslunni á lengri tíma. Þannig er í raun og veru hægt að umreikna fjallgöngur og gönguferðir yfir í páskaegg. Páskaegg númer fimm er Esjan upp að Steini þrisvar sinnum eða þar um bil. Rösk þriggja tíma ganga í Elliðaárdal með storminn í fangið er um hálft páskaegg númer fimm og svo framvegis. Sá skuggi hvílir yfir þeim páskum sem nú fara í hönd að Veðurstofan spáir sunnanstormum og stórrigningum á búsvæði yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Fyrir vikið er hætt við að margir lúti í gras í baráttunni við páskaegg þessa árs.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.