Kjarninn - 17.04.2014, Qupperneq 60
03/03 mEnning
Kanada ásamt tuttugu
og sjö ára vini sínum.
Tvímenningarnir þénuðu
milljónir Bandaríkjadala
og lifðu hina ljúfa lífi, en
hinum vafasama lífsstíl
fylgdu vandamál sem
kom þeim að lokum í koll.
Jonathan Daniel Brown,
Kenny Wormald, John C.
McGinley og Ron Perlman
fara með aðalhlutverkin í
myndinni, sem er leikstýrt
af John Stockwell sem
hefur helst getið sér orð
sem leikari. Myndin lofar
mjög góðu.
the final member
Heimildarmyndin The
Final Member, sem fjallar
um Hið íslenzka reðasafn,
verður tekin til sýninga í
Bandaríkjunum á föstu-
daginn langa. Kanada-
mennirnir Jonah Bekhor
og Zach Matt leikstýrðu
myndinni og dvöldu lang-
dvölum á Íslandi við gerð
hennar. Myndin var sýnd á
RIFF á síðasta ári, en hún
fjallar um leit Sigurðar
Hjartarsonar, stofnanda
reðasafnsins, að loka-
limnum – hinu mennska
sýnishorni – og samkeppni
tveggja manna við að veita
safninu aðalsýningar-
gripinn. Gaman verður
að fylgjast með viðtökum
Bandaríkjamanna við
myndinni, en kostuleg
stikla úr myndinni er
stórskemmtileg.
fading gigolo
Stórleikarinn John
Turturro leikstýrir og
skrifar handritið að
gaman myndinni Fading
Gigolo. Þó að kvikmyndin
hafi verið frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Toronto
á síðasta ári fer hún ekki í
dreifingu í Bandaríkjunum
fyrr en núna um páskana,
og þá aðeins í valin kvik-
myndahús. Hin umdeildi
Woody Allen fer með hitt
aðalhlutverkið í myndinni,
sem mun vafalaust hafa
neikvæð áhrif á aðsóknina.
Myndin fjallar um venju-
legan mann sem ákveður
að snúa sér að vændi til
að hjálpa blönkum vini
sínum, sem tekur að sér að
gera hann út. Þrátt fyrir
alvarlegt umfjöllunarefni
sögunnar ku myndin vera
drepfyndin. Auk Allen og
Turturro skartar myndin
stórstjörnunum Sharon
Stone, Sofiu Vergara,
Vanessu Paradis og Liev
Schreiber.
Horfa
á stiklu
Horfa
á stiklu