Kjarninn - 22.05.2014, Page 9

Kjarninn - 22.05.2014, Page 9
02/08 umHVerfismál V orið 2006 samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu þáverandi iðnaðarráðherra Valgerðar Sverrisdóttur, að hefja undirbúning fyrir útgáfu leyfa til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæðinu við Jan Mayen-hrygginn. Síðan þá hafa íslensk stjórnvöld gefið út þrjú sérleyfi fyrir rannsóknir og olíu- og gasvinnslu á svæðinu, nú síðast í janúar á þessu ári. Margir sjá gríðarleg tækifæri fyrir land og þjóð í kjölfar olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu en aðrir gjalda varhug við fyrirhugaðum framkvæmdum á svæðinu. Bæði er það af ótta við stórt umhverfisslys og svo þykir mörgum olían vera orkugjafi gærdagsins. Sex nemendur á félagsvísindasviði Háskólans á Bifröst unnu nýverið misserisverkefni undir yfirskriftinni: „Íslensk olíuvinnsla: Hver yrðu möguleg umhverfisáhrif við Ísland ef olíuslys, á borð við Exxon Valdez, yrði innan íslenskrar landhelgi?“ Í verkefni sexmenninganna var rýnt í olíu- slysið sem varð við strönd Alaska árið 1989, hvaða beinu og óbeinu umhverfisáhrif urðu þar og þau heimfærð yfir á íslenskar aðstæður. Hér á eftir verður stiklað á stóru um niður stöður sexmenninganna, sem eru þær helstar að miklum fjármunum hafi verið varið í mögulega olíuvinnslu á Drekasvæðinu án þess að lífríki og umhverfi svæðisins hafi verið rannsakað í þaula. áhrifa exxon Valdez-slyssins gætir enn Hinn 24. mars árið 1989 strandaði olíuflutningaskipið Exxon Valdez á skeri í Prince William-sundi úti fyrir ströndum Alaska. Í tönkum skipsins var tæplega 201 milljón lítra af hráolíu og lak 41 milljón lítra í hafið. Orsök slyssins má ekki síst rekja til mannlegra mistaka en auk þess var eftirliti stjórnvalda ábótavant. umHVerfismál Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins „Alls urðu um ríflega tvö þúsund kílómetrar af strandlengjunni fyrir beinum umhverfis áhrifum, sem raskaði lífríki svæðisins verulega. Vegalengdin sem um ræðir er álíka og frá Húsavík austur til Víkur í Mýrdal.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.