Kjarninn - 22.05.2014, Side 40

Kjarninn - 22.05.2014, Side 40
04/13 ViðTal kann mjög vel við joey barton „Fyrsta árið þar var eiginlega martröð, og ekki bara fyrir mig heldur alla. Eigendurnir voru snarvitlausir, vildu ráða öllu um leikmannakaup og ég veit ekki hversu margir þjálfarar komu og fóru. Þaðan fór ég að láni til Watford og þar fann ég ánægjuna af því að spila fótbolta aftur. Svo þegar Neil Warnock tók við QPR vildi hann fá mig aftur, en hann var ráðinn á þeim forsendum að hann fengi að ráða í einu og öllu. Hann keypti leikmennina sem hann taldi sig þurfa og árangurinn var eftir því. Ég fékk að spila og stóð mig ágætlega og við fórum upp um deild. Það var eiginlega há punkturinn á ferlinum, sérstaklega eftir það sem á undan hafði gengið,“ segir Heiðar. Á meðal liðsfélaga Heiðars þegar Queens Park Rangers vann ensku Championship- deildina og tryggði sér sæti í ensku úrvals- deildinni var hinn umdeildi og littíki Joey Barton. Varla er til sá knattspyrnuáhuga- maður sem hefur margt gott að segja um þann leikmann, en hann er einna frægastur fyrir að láta reka sig út af í lokaleik Queens Park Rangers, þegar fall úr deildinni blasti við liðinu, fyrir ofbeldi gagnvart tveimur ef ekki fleiri leikmönnum þáverandi HEilræði HEiðars til forElDra og Umboðsmanna VErðanDi atVinnUmanna „Það er gríðarlega mikilvægt að vel sé haldið utan um ungt fólk sem er á leið út í atvinnumennsku. Þegar ungt fólk heldur utan er það rifið úr sínu nán- asta neti fjölskyldu og vina, sem er þá ekki lengur til staðar til að styðja við viðkomandi. Maður er mikið einn, og ekki lengur hetjan í liðinu eða bestur, heldur bara einn af mörgum. Margir flosna upp úr námi, því aðeins eitt kemst að í kollinum á þeim, að slá í gegn erlendis. Þeir sem ekki komast á samning eiga því á hættu að snúa aftur heim, ómenntaðir og með enga reynslu af því að vinna. Í atvinnumennskunni er mikill frítími á milli æfinga og leikja og því auðvelt að drepa tímann með því að hanga í tölvunni og láta sér leiðast. Ég hvet foreldra og umboðsmenn verðandi ungra atvinnumanna að brýna fyrir þeim að sækja sér menntun á meðan á dvöl þeirra erlendis stendur. Oft er talað um að það sé enginn tími fyrir skóla í atvinnumennskunni en það er ekki rétt. Það er hægt að taka fjarnám og svo styðja leikmanna- sambönd oft leikmenn í að leita sér menntunar, meðal annars með því að niðurgreiða menntun þeirra að hluta. Ef ég væri að senda einhvern strákanna minna út í atvinnumennskuna myndi ég hiklaust skikka þá til að sækja sér menntun þar ytra um leið.“ Umdeildur strigakjaftur Joey Barton er einn um- deildasti knattspyrnumaður Englands fyrr og síðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.