Kjarninn - 22.05.2014, Síða 41

Kjarninn - 22.05.2014, Síða 41
05/13 ViðTal Englandsmeisturum Manchester City. Þá hefur Barton ítrek- að látið umdeild ummæli falla í fjölmiðlum og samfélags- miðlum um hinna ýmsu leikmenn. Heiðar segir þeim Joey Barton vel til vina. „Ég kann mjög vel við hann og fíla hann mjög vel. Hann er bara eins og hann er. Hann er umdeildur og óhræddur við að segja skoðanir sínar og honum er þá alveg sama hvern hann móðgar. Við náðum mjög vel saman og erum vinir í dag, ég spilaði til að mynda með honum golf um daginn,“ segir Heiðar og brosir. eftirminnilegir samherjar og mótherjar Þeir hlaupa á hundruðum, leikmennirnir sem Heiðar hefur spilað með í gegnum tíðina. Spurður hvaða samherjar hafi verið eftirminnilegastir segir hann: „Steed Malbranque hjá Fulham var hrikalega góður en ætli Adel Taarabt hjá QPR hafi ekki verið hæfileikasti leikmaður sem ég hef spilað með. Það sem hann gat gert á vellinum var ótrúlegt, þegar hann nennti því.“ Heiðar þekkir vel muninn á 1. deildinni og úrvalsdeildinni í Englandi. Hann segir hörkuna og hraðann í enska boltanum oft ekki skila sér að fullu inn í stofu til sjónvarpsáhorfenda. „Þetta eru gríðarleg slagsmál og hraðinn er alveg ótrúlegur. Mér fannst erfiðara líkamlega að spila í Championship, þar eru meiri slagsmál, en þar er líka spilaður öðruvísi fótbolti. Þar er meira spilað langt og allir eru á fullu gasi allan tímann. Í úrvalsdeildinni er þetta meira kaflaskipt, og þar er meira spilað manna á milli aftast og þá nær maður að anda á milli. Í 1. deildinni er fótboltinn eiginlega eins og borðtennis.“ Sökum líkamlegs leikstíls Heiðars hefur hann marga hildina háð við varnarmenn á Englandi. „Af þeim varnar- mönnum sem ég hef spilað við í gegnum tíðina átti ég alltaf í mestu erfiðleikunum með Ledley King hjá Tottenham. Þó að hann hafi bara verið á hálfri löpp var hann stór, sterkur, fljótur og góður á boltanum og svo var hann alveg til í að slást líka,“ segir Heiðar og brosir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.