Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 9

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 9
7 1. Inngangur Undanfarna áratugi hefur hlutur hins opinbera í þjóðarbúskapnum stöðugt farið vaxandi, ekki aðeins hér á landi heldur og í flestum öðrum löndum. Það er því afar mikilvægt að fá heildarmynd af hlut hins opinbera í hagkerfinu, til að skilja áhrif þess og afleiðingar. Slíkri athugun má skipta í þrennt. í fyrsta lagi er hægt að rannsaka tekj- og útgjaldastrauma hins opinbera eins og þeir birtast í þjóðhagsreikningum, s.s. hvernig þeir greinast í mismunandi undirflokka, hvernig þeir þróast frá einum tíma til annars o.s.frv. Slík rannsókn er í rauninni meginmarkmið þessarar skýrslu, en þessi umsvif hins opinbera má kalla bein umsvif. Til hægðarauka er hér birt yfirlit yfir helstu liði, sem unnir eru úr bókhaldi hins opinbera, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga. í skýrslunni eru birt töluleg yfirlit af þessu tagi, sem sýna bæði fjárhæðir á verðlagi hvers árs og innbyrðis hlutföll þessara liða og þróun í tíma. 1. Tekjur hins opinbera. 1.1 Eignatekjur (ýmsar sundurliðanir). 1.2 Skattar. 1.2.1 Óbeinir skattar (ýmsar sundurliðanir). 1.2.2 Beinir skattar (ýmsar sundurliðanir). 1.3 Sektir. 2. Útgjöld hins opinbera. 2.1 Samneysla. Flokkuð eftir viðfangsefnum og tegundum. Flokkuð eftir launum og öðrum rekstrarkostnaði. 2.2 Framleiðslustyrkir (ýmsar sundurliðanir). 2.3 Tekjutilfærslur (ýmsar sundurliðanir). 2.4 Verg fjármunamyndun. 2.5 Fjármagnstilfærslur (ýmsar sundurliðanir). 2.6 Breyting á sjóði, lánareikningi og öðrum verðbréfum. í öðru lagi má rannsaka þátttöku hins opinbera í þjóðarbúskapnum í víðari skilningi. Hér er til dæmis átt við þátttöku hins opinbera í almennum atvinnurekstri, en einnig sérstakar ráðstafanir í skattamálum, sem ýmist íþyngja eða ívilna einstökum atvinnugreinum eða þjóðfélagshópum. Þá má og nefna í þessu sambandi ríkisábyrgð á lánum til fyrirtækja eða bein lán, og að lokum lagasetningu, sem takmarkar athafnir fyrirtækja eða heimila. Það segir sig sjálft, að mun erfiðara er að meta og mæla þennan þátt hins opinbera en hinn fyrrnefnda, þar sem hann verður ekki talinn beint í krónum. Þó er ljóst, að lögum, skattbreytingum og ríkisábyrgðum, svo eitthvað sé nefnt, hefur fjölgað undanfarin ár samanborið við fyrri tíma. Kerfisbundin rannsókn á þessari óbeinu þátttöku eða umsvifum hins opinbera er víðast hvar mjög skammt á veg komin. Hins vegar má búast við, að áhugi og rannsóknir á þessu sviði fari vaxandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.