Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 24

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 24
22 örorkulífeyris vega þar langþyngst (sjá töflu 5.3). í töflu 5.2 birtast tekjutilfærsl- ur ríkissjóðs fyrir árin 1980—1984 á verðlagi hvers árs og sem hlutfall af tekjum. í töflu 6.1 birtist yfirlit yfir verga fjármunamyndun hins opinbera 1980—1984, sundurliðað eftir málaflokkum. Þar sést að fjármunamyndun er mest í sam- göngumálum, eða um helmingur af vergri fjármunamyndun á árunum 1980— 1984. Síðan koma menntamál með um 15% og menningarmál með um 9,5% að meðaltali yfir þessi ár. I heild sinni nema útgjöld til fjármunamyndunar að meðaltali um 14,6% af heildarútgjöldum hins opinbera á þessum árum, eða sem svarar 4,8% af vergri landsframleiðslu (sjá töflur 3.4 og 3.5). Fimmti flokkur útgjalda hins opinbera eru fjármagnstilfærslur til innlendra aðila. í heild námu slíkar tilfærslur um 8,3% áð meðaltali af heildarútgjöldum hins opinbera á árunum 1980—1984, eða sem svarar 2,8% af vergri landsfram- leiðslu. Á árinu 1982 lækkuðu fjármagnstilfærslur nokkuð og námu þá um 7% af heildarútgjöldum hins opinbera, eða um 2,4% af vergri landsframleiðslu. Meginástæða þessarar lækkunar er að fjármagnsútgjöld vegna Kröfluvirkjunar voru færð úr A-hluta ríkisreiknings. Hér er því fyrst og fremst um bókhalds- breytingu að ræða, en ekki útgjaldabreytingu. Á árinu 1983 jukust fjármagnstil- færslur hins vegar verulega og voru um 10,8% af heildarútgjöldum eða sem svarar 3,8% af vergri landsframleiðslu. Munaði hér mest um fjármagnstilfærslur til menntamála vegna Lánasjóðs íslenskra námsmanna, en menntamál er sá málaflokkur sem fær mestar tilfærslur eða sem svarar 22% af heildartilfærslum að meðaltali á þessum árum (sjá töflu 6.2). Síðasti flokkur útgjalda hins opinbera eru vaxtagjöld. Eins og sést í töflu 3.4, þá voru vaxtagjöld að meðaltali 2,8% af heildarútgjöldum hins opinbera á árunum 1980—1982, en aftur 4,8% á árinu 1983 og 4,1% á árinu 1984. Þetta samsvarar um 1,2% af vergri landsframleiðslu að meðaltali á árunum 1980— 1984. Þessi mikla hækkun á vaxtagjöldum hins opinbera milli áranna 1982 og 1983 stafar auk annarra þátta af því, að lán vegna byggðalínuframkvæmda voru frá og með árinu 1983 talin til ríkissjóðslána, en þessum lánum fylgja miklar vaxtagreiðslur. Með því að bera heildarútgjöld hins opinbera saman við verga landsfram- leiðslu er hægt að gera sér nokkra grein fyrir umsvifum þess (sjá eftirfarandi töflu). 1980 1981 1982 1983 1984 Útgjöld hins opinbera sem hlufall af vergri landsframleiðslu (%) . . 31,4 32,4 34,0 36,2 32,5 Útgjöld hins opinbera á mann á verðlagi ársins 1980, kr 21.318 22.331 23.017 22.988 21.111 Verg landsframleiðsla á mann á verðlagi ársins 1980, kr 67.797 68.903 67.757 63.550 64.877 Að meðaltali nema heildarútgjöld hins opinbera 33,3% af vergri landsfram- leiðslu á þessu tímabili. Hafa ber í huga, að verg landsframleiðsla á föstu verðlagi lækkaði verulega á árinu 1983 og er um 4,1% lægri en hin árin að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.