Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 11

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 11
9 Á eftir köflunum koma töflur, sem skiptist í 8 hluta. Að síðustu eru svo þrír viðaukar. Sá fyrsti sýnir enska þýðingu á töfluheitum og annar þýðingu á helstu hugtökum sem koma fyrir í skýrslunni en sá þriðji er heimildaskrá. Athygli skal vakin á því, að í þessari skýrslu er ekki ætlunin að gera heildarathugun á áhrifum beinna og óbeinna umsvifa hins opinbera á starfsemi hagkerfisins. Ef nefna ætti einhverjar af áhugaverðum niðurstöðum skýrslunnar þá er af ýmsu að taka. Hér skulu þó aðeins nefnd tvö atriði. Hið fyrra er vöxtur opinberra umsvifa undanfarna þrjá áratugi. Hið síðara samanburð á tekjuöflun og ráðstöfun tekna hins opinbera hér á landi og erlendis síðustu árin. Eins og sést í eftirfarandi töflu hafa heildartekjur og -útgjöld hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu vaxið síðustu þrjá áratugi. Sá vöxtur hefur þó minnkað nokkuð síðustu fimmtán árin og er hlutur hins opinbera nú um þriðjungur af vergri landsframleiðslu. Þessi þróun víkur nokkuð frá þeirri þróun sem átt hefur sér stað í ríkjum OECD, þar sem vöxturinn hefur verið stöðugur. Heildartekjur og heildarútgjöld hins opinbera, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, % 50-59 60-67 68-73 74-79 80-83 Heildartekjur: ísland ...................... 23,5 28,7 32,2 32,6 33,6 Norðurlönd (önnur) ............................. 33,7 42,7 48,0 50,6 OECD-ríkin...................................... 29,8 34,7 38,4 41,4 Heildarútgjöld: fsland ...................... 21,0 26,7 31,7 33,1 33,6 Norðurlönd (önnur) ............................. 31,6 39,6 47,4 54,6 OECD-ríkin...................................... 30,4 34,4 39,0 46,0 í samanburði við önnur lönd hefur ísland sérstöðu hvað varðar tekjuöflun. Mikilvægi óbeinna skatta er mun meira hér en annars staðar, en þeir standa fyrir um 71% af heildarsköttum samanborðið við 31% að meðaltali í OECD- ríkjunum. Þessu er öfugt farið með tekjuskatta. Hvað varðar útgjöldin þá skera tekjutilfærslur sig nokkuð úr eins og sést í töflunum. Sömu sögu er að segja um fjármagnsútgjöld af heildartekjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.