Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 23
21
Hún samanstendur af launagreiðslum og kaupum að frádreginni sölu á vörum og
þjónustu til samtímanota og afskriftum fastra fjármuna. í töflu 4.1 er samneysla
hins opinbera sett fram á föstu verðlagi ársins 1980, en þar eru vextir og
fjármunamyndun ekki meðtalin. í töflunni, sem flokkuð er eftir viðfangsefnum,
kemur fram, að samneysla eykst nánast í öllum flokkum á tímabilinu 1980—
1983. Þetta á þó ekki við um útgjöld til sumra atvinnuveganna milli ára, s.s.
landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar né heldur um „aðra þjónustu hins opin-
bera“. Á árinu 1984 lækka sumir málaflokkar en aðrir hækka, en þegar á
heildina er litið hafa útgjöld aukist öll þessi ár. Hlutfallslega er aukningin mest í
heilbrigðismálum, eða um 28,6% frá árinu 1980. í almannatryggingum og
velferðarmálum er aukningin 25,9%, en í þann flokk eru færð útgjöld vegna
reksturs dagheimila og leikskóla o.fl. Leikvellir eru hins vegar færðir með
menningarmálum og einnig íþrótta- og útivistarmál. Aukning útgjalda í heil-
brigðismálum vegur þó þyngst, þar sem sá málaflokkur tekur hlutfallslega mest
af tekjum hins opinbera, eða um þriðjung af samneyslunni að meðaltali.
Ef samneyslan er skoðuð sem hlutfall af tekjum hins opinbera, sbr. töflu 4.2,
sést að hlutfall einstakra undirflokka er mjög stöðugt á þessu tímabili.
Undantekning er þó hlutur heilbrigðismála í samneyslunni árið 1983. Það ár er
hlutfallið 20,2% af tekjum hins opinbera í stað 17,0% að meðaltali hin árin.
Sömu ályktanir má draga, ef litið er á hlutföll samneyslu af vergri landsfram-
leiðslu.
í töflu 4.3 kemur fram þáttur launa í hverjum undirflokki samneyslunnar,
bæði á verðlagi hvers árs og sem hlutfall af heildarútgjöldum hvers flokks. Hún
sýnir að hlutur launa í samneyslunni lækkar milli ára og er t.d. 57,3% af
heildarsamneysluútgjöldum hins opinbera árið 1984, samanborið við 63,5% árið
1980.
Annar flokkur útgjalda hins opinbera eru framleiðslustyrkir (tafla 5.1), sem
veittir eru að mestu leyti til atvinnuveganna. Ber þar hæst landbúnaðarmál, en
til þeirra fóru að meðaltali um 73,2% af öllum framleiðslustyrkjum hins
opinbera á árunum 1980—1982. Þessir styrkir voru ýmist í formi niðurgreiðslna
á búvöruverði eða uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir. Á árinu 1983
lækkaði þetta hlutfall þó niður í 64,0% og aftur árið 1984 niður í 52,9% en
niðurgreiðslur iækkuðu þá verulega. Frá árinu 1983 hafa styrkir til orkumála
vaxið mjög vegna niðurgreiðslna til rafhitunar, og nam hlutur orkumála 25,2%
af heildarstyrkjum hins opinbera árið 1984, en var 9,3% árið 1980. Ef litið er á
framleiðslustyrki í heild, sést að hlutur þeirra af heildarútgjöldum hins opinbera
er um 9,9% að meðaltali á árunum 1980—1984, eða sem svarar 3,3% af vergri
landsframleiðslu; sjá töflur 3.4 og 3.5.
Þriðji flokkur útgjalda hins opinbera eru tekjutilfærslur til heimila og
samtaka. Á árunum 1980—1984 námu tekjutilfærslur hins opinbera að meðaltali
um 14,6% af heildarútgjöldum þess, eða sem svarar 4,8% af vergri landsfram-
leiðslu þessara ára (sjá töflur 3.4 og 3.5). Meginhluti þessara tilfærslna fer í
gegnum almannatryggingakerfið, sem á árunum 1980—1984 sá um að meðaltali
82% af öllum tekjutilfærslum til heimilanna. Annars nutu heimilin um níu
tíundu hluta allra tekjutilfærslna á þessum árum. Lífeyrisgreiðslur í formi elli- og