Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 23

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 23
21 Hún samanstendur af launagreiðslum og kaupum að frádreginni sölu á vörum og þjónustu til samtímanota og afskriftum fastra fjármuna. í töflu 4.1 er samneysla hins opinbera sett fram á föstu verðlagi ársins 1980, en þar eru vextir og fjármunamyndun ekki meðtalin. í töflunni, sem flokkuð er eftir viðfangsefnum, kemur fram, að samneysla eykst nánast í öllum flokkum á tímabilinu 1980— 1983. Þetta á þó ekki við um útgjöld til sumra atvinnuveganna milli ára, s.s. landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar né heldur um „aðra þjónustu hins opin- bera“. Á árinu 1984 lækka sumir málaflokkar en aðrir hækka, en þegar á heildina er litið hafa útgjöld aukist öll þessi ár. Hlutfallslega er aukningin mest í heilbrigðismálum, eða um 28,6% frá árinu 1980. í almannatryggingum og velferðarmálum er aukningin 25,9%, en í þann flokk eru færð útgjöld vegna reksturs dagheimila og leikskóla o.fl. Leikvellir eru hins vegar færðir með menningarmálum og einnig íþrótta- og útivistarmál. Aukning útgjalda í heil- brigðismálum vegur þó þyngst, þar sem sá málaflokkur tekur hlutfallslega mest af tekjum hins opinbera, eða um þriðjung af samneyslunni að meðaltali. Ef samneyslan er skoðuð sem hlutfall af tekjum hins opinbera, sbr. töflu 4.2, sést að hlutfall einstakra undirflokka er mjög stöðugt á þessu tímabili. Undantekning er þó hlutur heilbrigðismála í samneyslunni árið 1983. Það ár er hlutfallið 20,2% af tekjum hins opinbera í stað 17,0% að meðaltali hin árin. Sömu ályktanir má draga, ef litið er á hlutföll samneyslu af vergri landsfram- leiðslu. í töflu 4.3 kemur fram þáttur launa í hverjum undirflokki samneyslunnar, bæði á verðlagi hvers árs og sem hlutfall af heildarútgjöldum hvers flokks. Hún sýnir að hlutur launa í samneyslunni lækkar milli ára og er t.d. 57,3% af heildarsamneysluútgjöldum hins opinbera árið 1984, samanborið við 63,5% árið 1980. Annar flokkur útgjalda hins opinbera eru framleiðslustyrkir (tafla 5.1), sem veittir eru að mestu leyti til atvinnuveganna. Ber þar hæst landbúnaðarmál, en til þeirra fóru að meðaltali um 73,2% af öllum framleiðslustyrkjum hins opinbera á árunum 1980—1982. Þessir styrkir voru ýmist í formi niðurgreiðslna á búvöruverði eða uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir. Á árinu 1983 lækkaði þetta hlutfall þó niður í 64,0% og aftur árið 1984 niður í 52,9% en niðurgreiðslur iækkuðu þá verulega. Frá árinu 1983 hafa styrkir til orkumála vaxið mjög vegna niðurgreiðslna til rafhitunar, og nam hlutur orkumála 25,2% af heildarstyrkjum hins opinbera árið 1984, en var 9,3% árið 1980. Ef litið er á framleiðslustyrki í heild, sést að hlutur þeirra af heildarútgjöldum hins opinbera er um 9,9% að meðaltali á árunum 1980—1984, eða sem svarar 3,3% af vergri landsframleiðslu; sjá töflur 3.4 og 3.5. Þriðji flokkur útgjalda hins opinbera eru tekjutilfærslur til heimila og samtaka. Á árunum 1980—1984 námu tekjutilfærslur hins opinbera að meðaltali um 14,6% af heildarútgjöldum þess, eða sem svarar 4,8% af vergri landsfram- leiðslu þessara ára (sjá töflur 3.4 og 3.5). Meginhluti þessara tilfærslna fer í gegnum almannatryggingakerfið, sem á árunum 1980—1984 sá um að meðaltali 82% af öllum tekjutilfærslum til heimilanna. Annars nutu heimilin um níu tíundu hluta allra tekjutilfærslna á þessum árum. Lífeyrisgreiðslur í formi elli- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.