Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 5

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 5
Formáli Þessi fimmta skýrsla í ritröð Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsreikninga fjallar um búskap hins opinbera, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatryggingakerfis. Skýrslan nær til áranna 1980—1984 og er framhald skýrslu um sama efni, sem kom út í byrjun árs 1983 og spannaði tímabilið 1945—1980. í skýrslunni er „hið opinbera“ í meginatriðum notað sem heiti á starfsemi, sem tekna er aflað til með álagningu skatta en ekki með sölu á vöru eða þjónustu á almennum markaði. Af þessu leiðir, að starfsemi fyrirtækja eða sjóða í eigu ríkis eða sveitarfélaga fellur utan við efnissvið skýrslunnar, nema að því marki sem þessir aðilar eiga viðskipti við hið opinbera. Að því er ríkissjóð varðar, fellur þessi skilgreining að mestu saman við A-hJuta ríkisreiknings. Þó eru endurlán ríkissjóðs ekki talin með hér, enda þótt þau hafi með lögum nr. 84/ 1985, um breytingu á lögum um ríkisbókhald, ríkisreikning og fjárlög, verið færð inn í A-hluta ríkisreiknings. Gerð ríkisreiknings hefur heldur ekki verið með þeim hætti, að auðvelt væri að taka þau með. í næstu skýrslum um þetta efni verður þess freistað að fella þessar fjárhæðir inn í reikningakerfið og fjalla þá einnig nánar um skuldir hins opinbera. Reikningakerfi opinbera búskaparins, eins og það birtist í þessari skýrslu, er hluti af stærra reikningakerfi fyrir þjóðarbúskapinn í heild og er unnið samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna um gerð þjóðhagsreikninga. Birt eru sérstök yfirlit yfir hvert um sig, ríkið, sveitarfélögin í heild, og almannatrygg- ingakerfið og síðan eru dregnar saman tölur fyrir hið opinbera í heild. Þessi yfirlit eru tvískipt. Annars vegar er tekju- og útgjaldareikningur, sem sýnir tekjur og gjöld á hverju ári, og hins vegar yfirlit um fjármagnsstreymi, en þar færist meðal annars fjármunamyndun og fjármagnstilfærslur ársins. Skýrslan skiptist í sjö kafla, auk töfluhluta og viðauka. Fyrsti kailinn er inngangur. í öðrum kafla eru rakin tengslin milli almennra þjóðhagsreikninga og þeirrar skýrslu sem hér birtist, en í hinum þriðja er nánari lýsing á reikningagerðinni. í fjórða og fimmta kafla er fjallað um bein umsvif hins opinbera, þ.e. með hvaða hætti tekna er aflað og þeim ráðstafað. í sjötta kafla er fjallað almennt um ýmis óbein umsvif hins opinbera, svo sem þátttöku í atvinnurekstri, skattlagningu, sem ýmist íþyngir eða ívilnar ákveðnum hópum í þjóðfélaginu, lántökur og lánveitingar hins opinbera og fleira. Töfluhluti skýrslunnar skiptist í átta flokka. Fyrst koma yfirlitstöflur, en síðan ýmsar sundurliðanir á tekjum, samneyslu, framleiðslustyrkjum, fjármunamynd- un o.fl. Síðast í töfluhlutanum er alþjóðlegur samanburður. Loks fylgja þrír viðaukar, sem hafa að geyma enska þýðingu á töfluheitum og helstu hugtökum í skýrslunni, auk heimildaskrár. Á vegum Þjóðhagsstofnunar hafa Jóhann Rúnar Björgvinsson og Eyjólfur Sverrisson einkum unnið að gerð þessarar skýrslu. Þjóðhagsstofnun í febrúar 1986. Jón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.