Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 22

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 22
20 Lóðaleiga er nú færð með eignatekjum, en var áður færð með fasteignagjöldum sem óbeinir skattar. Ýmsar fleiri breytingar en hér hafa verið raktar urðu við kerfisbreytinguna, en ekki þykir ástæða að rekja þær frekar hér. Hinsvegar má ráða af töflum 4 til 7, hvernig samneysla, framleiðslustyrkir og tekju- og fjármagnstilfærslur er sundurliðað samkvæmt hinu nýja kerfi. 4. Tekjur og gjöld hins opinbera 1980—1984. Tekjuöflun hins opinbera byggist að mestu leyti á skattlagningu á einstaklinga og fyrirtæki. Á árunum 1980—1982 námu skatttekjur hins opinbera til dæmis 96—97% af heildartekjum þess, en eignatekjur aðeins 3—4%. Á árinu 1983 lækkaði hlutfall skatttekna nokkuð, eða niður í 94,4% af heildartekjum, en var aftur 95% á árinu 1984 (sjá töflu). Ef skatttekjur eru skoðaðar nánar, kemur í ljós, að óbeinir skattar nema um þremur fjórðu af heildarsköttum að meðaltali á þessum árum, en beinir skattar fjórðungi. Sömuleiðis hefur hlutfall skatta ríkissjóðs af heildarsköttum verið nokkuð stöðugt á þessu tímabili, eða um 80%; þó lækkar það hlutfall nokkuð síðustu tvö árin og er til dæmis 78% árið 1984. Umsvif hins opinbera er hægt að mæla sem hlutfall beinna og óbeinna skatta af vergri landsframleiðslu. (Sjá eftirfarandi töflu og töflu 3.1). 1980 1981 1982 1983 1984 Hlutfall skatta í heild af vergri landsframleiðslu 31,1 32,4 34,1 31,3 33,1 Hlutfall skatta í heild af heildartekium 96,6 97,0 96,2 94,4 95,1 Meðal skatthlutfall þessa tímabils er 32,4%, samanborið við 32,6% árin 1973—1980. í töflu 3.2, sem sýnir sundurliðun á sköttum ríkissjóðs árin 1980—1984, er margt sem vekur athygli. í fyrsta lagi, að sölu- og orkujöfununargjald stendur fyrir rúmum 38% af heildarsköttum ríkisins árin 1983 og 1984 í stað 35,9% að meðaltali hin árin. í öðru lagi hefur hlutur sérstaks vörugjalds af innflutningi og innlendri framleiðslu lækkað niður í 5,9% af heildartekjum ríkissjóðs árið 1984, samanborið við 7,2% að meðaltali hin árin. í þriðja lagi hefur innflutningsgjald af bifreiðum og bifhjólum lækkað til muna síðan 1981 og er 0,5% af heildarsköttum 1983 og 1984, samanborið við 1,7% að meðaltali hin árin. Tafla 3.3 sýnir sundurliðun á sköttum sveitarfélaga árin 1980—1984. Þar sést að hlutur beinna skatta af heildarsköttum hefur minnkað milli ára og nemur 50,2% árið 1984 í stað 54,7% árið 1980. Heildarútgjöld hins opinbera má, eins og áður segir greina í sex flokka eftir eðli þeirra, þ.e. í samneyslu, framleiðslustyrki, tekjutilfærslur, fjármunamynd- un, fjármagnstilfærslur og vexti. Samneyslan er veigamesti þáttur heildarút- gjalda, nemur 52% af heildarútgjöldum að meðaltali á árunum 1980—1984.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.