Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 25
23
meðaltali. Þetta skýrir að nokkru hærra hlutfall opinberra útgjalda miðað við
landsframleiðslu á því ári. Ef litið er á opinber útgjöld á mann á föstu verðlagi
(sjá-töflu hér að ofan), þá sést að þau hafa aukist um 4,7% milli áranna 1980 og
1981 og um 3,2% milli áranna 1981 og 1982. Hins vegar drógust þau saman um
0,2% milli áranna 1982 og 1983 og um 8,4% milli áranna 1983 og 1984.
Landsframleiðsla á mann jókst aftur á móti um 1,6% milli áranna 1980 og 1981,
dróst saman milli áranna 1981 og 1982 um 1,7% og um 6,2% milli áranna 1982
og 1983. Á milli áranna 1983 og 1984 jókst hún aftur um 2,1%.
I töflu 1.2 er lýst skiptingu tekna og útgjalda hins opinbera milli ríkis,
sveitarfélaga og almannatrygginga á árunum 1980—1984. Þar kemur fram, að af
heildarútgjöldum hins opinbera stendur ríkið fyrir um 57,4% að meðaltali á
árunum 1980 til 1984. Sveitarfélög standa fyrir um 20,2% og almannatryggingar
fyrir um 22,4%. Af tekjuhliðinni sést aftur á móti, að ríkið aflar að meðaltali um
78,7% tekna hins opinbera og sveitarfélög um 21,2%.
Skýringin á þessum mun er, að hluti tekna ríkisins rennur til sveitarfélaga og
almannatrygginga í formi tekjutilfærslna.
5. Lánahreyfíngar hins opinbera 1980—1984.
í eftirfarandi töflu kemur fram, að vergur sparnaður hins opinbera minnkaði
stórlega á árinu 1983, eða úr 24,1% að meðaltali af tekjum áranna 1980 til 1982 í
16,4% af tekjum ársins 1983, þ.e.a.s. um 7,7 hundraðshluta af tekjum.
1980 1981 1982 1983 1984
Vergur sparnaður hins opinbera
sem hlutfall af tekjum þess. 24,1 24,8 24,1 16,6 26,1
Munar hér mestu um hreinan sparnað ríkisins, sem minnkað hefur sem
hlutfall af tekjum úr 19,9%, sem var meðaltal áranna 1980—1982, í 11,5% af
tekjum ársins 1983; (sjá töflu 2.4). Sparnaður sveitarfélaga og almannatrygg-
ingakerfisins hefur einnig minnkað nokkuð, og þá aðallega á árunum 1982 og
1983. Á árinu 1984 vex hins vegar sparnaður hins opinbera mikið og er 26,2% af
tekjum þess. Sá vöxtur á jafnt við um alla þætti hins opinbera, þ.e. ríkið,
sveitarfélög og almannatryggingar. Ef litið er á breytingar á sjóði, lánareikning-
um og öðrum verðbréfum á árunum 1980—1984, sést að fyrstu þrjú árin er þessi
liður um 4—5% af tekjum alls, en verður afar neikvæður á árinu 1983, eða um
tæp 7%. Meginbreytinguna má rekja til ríkissjóðs. Á árinu 1984 snýst þetta
hlutfall aftur við og verður jákvætt um 9% af tekjum. Sveitarfélögin áttu sinn
þátt í þessari bættu stöðu á árinu 1984, og má meðal annars rekja hana til
hjöðnunar verðbólgunnar, sem olli rninni rýrnun á tekjustofnum og skatt-
greiðslum en fyrri ár.
Að öðru leyti kann mjög að orka tvímælis, hvernig túlka ber liðinn „breyting
sjóðs, lánareikninga og annarra verðbréfa" því hér er um að ræða nettóhreyfing-
ar, og á bak við þær geta leynst breytingar á mikilvægum liðum, svo sem
lánahreyfingar inn og út, verðbréfakaup og -sala og fleira. Segja má, að þessi