Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 27
25
í töflunni hér á eftir getur að líta nokkrar tölur um umsvif fyrirtækja í eigu
ríkissjóðs, þ.e. B-hluta fyrirtækja samkvæmt ríkisreikningi, og fyrirtækja í eigu
Reykjavíkurborgar.
Fyrirtæki í eigu ríkissjóðs
’og Reykjavíkurborgar.
Vergar
Vergar tekjur sem Fjöldi
Ár tekjur hlutfali af VLF fyrirtækja
m.kr.
1980 ........................ 3.062 19,7% 133
1981 ........................ 4.945 20,6% 135
1982 ........................ 8.154 22,0% 134
1983 ........................ 15.475 24,7% 133
1984 ........................ 20.434 25,1% 124
Af töflunni hér að ofan má ráða, að vergar tekjur opinberra fyrirtækja hafa
vaxið jafnt og þétt, og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa tekjur þessara
fyrirtækja aukist um fjórðung. Hér munar mikið um raforkufyrirtækin. Tekjur
þeirra voru um 20,2% af tekjum opinberra fyrirtækja á árinu 1980 en voru
komnar í 29,6% á árinu 1984.
6.3 Álagning skatta.
Óbein umsvif eða áhrif hins opinbera við álagningu skatta geta komið fram
með þeim hætti, að einstökum hópum í þjóðfélaginu er ýmist íþyngt eða ívilnað í
samanburði við aðra. Mjög erfitt er að meta umfang og áhrif þess konar
skattlagningu hins opinbera. Bæði er erfitt að skilgreina eðlilega skattlagningu
og eins að meta í krónutölu tap eða ávinning vegna aðgerða í skattamálum. Hér
á eftir eru tekin nokkur dæmi um þetta.
Sjómenn njóta sjómannafrádráttar og fiskimannafrádráttar við útreikning á
tekjuskattsstofni. Einnig fá námsmenn námsfrádrátt og þeir sem stofna heimili
fá hjúskaparafslátt á því ári, sem þeir ganga í hjúskap. Einnig hafa þeir sem
hætta störfum og eru eldri en 55 ára möguleika á, með vissum skilyrðum, að
draga frá við álagningu skatts vissar tekjur, sem þeir hafa aflað síðustu tólf
starfsmánuðina. Hjón hafa í vissum tilfellum möguleika á að nýta sér persónu-
afslátt hins til skattalækkunar. Barnafjölskyldur fá greiddar barnabætur, sem
koma til beinnar lækkunar á skatti. Á árinu 1984 námu barnabætur og
barnabótaauki samtals 880 milljónum króna.
Þá eru vissar tekjur, svo sem vaxtatekjur og arður af hlutabréfum, undan-
skildar skattlagningu, þó með ákveðnum skilyrðum.
Að lokum má geta þess, að ýmis útgjöld einstaklinga geta verið frádráttarbær
við útreikning á tekjuskattsstofni, s.s. vaxtagjöld, iðgjöld af lífeyri og lífsábyrgð
(þó með vissum skilyrðum) iðgjöld til stéttarfélaga, sjúkrasjóða og styrktar-
sjóða, útgjöld til fjárfestingar í atvinnurekstri (þó með vissum skilyrðum),
útgjöld til menningarmála o.fl.