Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Síða 14

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Síða 14
12 að fylgja þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA). Nýlegar athug- anir OECD benda þó til þess, að í framkvæmd sé afmörkun „hins opinbera“ nokkuð á reiki í þjóðhagsreikningum aðildarríkjanna. En á vegum alþjóðastofn- ana er nú unnið að endurskoðun þjóðhagsreikningakerfisins, m.a. geiraskipting- arinnar. Eins og áður segir, byggir geiraskipting tekju- og útgjaldareikninganna á því, að skráð eru viðskipti milli einstakra geira, og eru þá tekjur eins geirans jafnframt útgjöld annars. Þegar geirarnir eru síðan dregnir saman í eitt fyrir þjóðarbúskapinn í heild, falla út viðskipti milli geiranna, þó ekki framleiðslu- styrkir, sem koma til frádráttar teknamegin, en þeir eru einnig tekjufærðir sem hluti af rekstrarafgangi. Óbeinir skattar eru einnig færðir teknamegin, vegna þess að gjaldamegin eru þeir taldir til neyslu, sem er færð á markaðsverði. Eftir stendur þá tekjumegin það sem framleiðsluþættirnir, vinnuafl og fjármagn, hafa hvor um sig borið úr býtum ásamt styrkjum, en gjaldamegin verður eftir samneysla og einkaneysla að meðtöldum óbeinum sköttum og mismunur sem er sparnaður. Þessi hugtök koma síðan fram í heildaryfirlitum um þjóðarfram- leiðslu, landsframleiðslu og fleira. Áður en geirunum fjórum er steypt saman með framangreindum hætti má ýmislegt af þeim ráða, svo sem um umsvif geiranna í fjárhæðum og mikilvægi einstakra tekju- og gjaldaliða, hlut sam- neyslu og almannatrygginga í útgjöldum hins opinbera, skiptingu skatttekna í beina skatta og óbeina og margt fleira, eins og ráða má af töflunum. 3. Almenn lýsing á reikningagerðinni. 3.1 Heimildir Upplýsingar um búskap hins opinbera eru að mestu leiti unnar upp úr reikningum ríkissjóðs, sveitarfélaga og Tryggingastofnunar ríkisins. Úr reikning- um ríkissjóðs hefur nær eingöngu verið unnið upp úr A-hluta ríkisreiknings, sem nær yfir skatttekjur og ráðstöfun þeirra. í B-hluta eru hins vegar, eins og áður hefur komið fram, færð fyrirtæki ríkisins, ýmsar stofnanir o.fl. Úrvinnsla úr reikningum sveitarfélaganna hefur fyrst og fremst miðast við hina eiginlegu bæjarsjóðareikninga, en þar eru færðar skatttekjur og ráðstöfun þeirra. Efni fyrir hreppana hefur verið unnið upp úr reikningum helstu hreppa, nokkuð breytilegt eftir árum, en heildartekjur þeirra hreppa, sem gögn hafa verið notuð frá, nema um 40% af heildartekjum hreppa á þessum árum. Þessi úrvinnsla er síðan notuð til viðmiðunar við áætlun fyrir aðra hreppa og sýslufélög. Við þá áætlun hefur einnig verið lögð til grundvallar álagning útsvara, aðstöðugjalda og fasteignaskatta, skv. skýrslum félagsmálaráðuneytis- ins um þau hreppsfélög, sem ekki hafa verið tekin í úrtak Þjóðhagsstofnunar. Þá liggur jafnframt fyrir uppgjör Jöfnunarsjóðs, en Jöfnunarsjóður er hér færður sem hluti af búskap sveitarfélaganna. Úrvinnsla Þjóðhagsstofnunar úr reikningum sveitarfélaganna, eins og henni hefur verið lýst hér, nær til sveitarfélaga, sem samtals höfðu tæp 90% af heildartekjum sveitarfélaga á öllu landinu, þannig að aðeins hefur þurft að beita þeim áætlunum, sem lýst var hér að framan, á rúm 10%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.