Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 30

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 30
28 ríkjunum, sem heild. Ýmsar tilgátur hafa komið fram um ástæður þessa munar. Atvinnuleysi er minna hér á landi en víðast annars staðar og atvinnuleysisbóta- greiðslur því lægri; einnig er hér önnur aldursdreifing, sem kemur fram í því, að lífeyrisþegar eru færri og því minni ellilífeyrisgreiðslur; síðast en ekki síst mætti nefna að þar sem lífeyrissjóðirnir eru í mörgum löndum á vegum hins opinbera raskast oft samanburðurinn við ísland, þar sem lífeyrissjóðirnir eru sjálfstæðir. Fjármagnsútgjöld hins opinbera eru nokkuð hærri á íslandi á þessu tímabili en á hinum Norðurlöndunum, en þau eru 6,9% að meðaltali af vergri landsfram- leiðslu þessara ára samanborið við 5,6% að meðaltali á hinum Norðurlöndun- um. í ríkjum OECD er þetta hlutfall aftur á móti 4,4% að meðaltali. Hlutfall fjármagnsútgjalda af tekjum hins opinbera er mun hærra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, eða 18,5% að meðaltali á móti 5,5% þar. í ríkjum OECD er þetta hlutfall 11,2% að meðaltali. Eins og áður segir er hlutur heildarútgjalda hins opinbera af vergri landsfram- leiðslu mun lægri hér á landi, en á hinum Norðurlöndunum, um 33,6% hér á móti 54,5% þar. í ríkjum OECD í heild er þetta hlutfall aftur á móti nokkuð lægra en á Norðurlöndunum, eða að meðaltali 46,0% á þessu tímabili (sjá stöplarit 2). 1 töflu 8.5 kemur fram í grófum dráttum uppbygging skattkerfisins á Norðurlöndum. Þar sést, að skatttekjur standa fyrir um 96,0% af tekjum hins opinbera hér á landi, að meðaltali á þessu tímabili, samanborið við um 85,8% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Einnig sést að hlutur ríkissjóðs af heildartekjum hins opinbera er mun hærri hér á landi en á hinum Norðurlönd- unum, eða sem svarar 76,6% að meðaltali á þessum árum samanborið við 49,0% þar. Hins vegar eru iðgjöld til almannatrygginga stórum lægri á íslandi en t.d. í Noregi og Svíþjóð, þar sem þau nema 23—24% af tekjum þess opinbera. Á íslandi standa þau aðeins fyrir 2,1%, sem er svipað og í Danmörku. í töflu 8.5 kemur einnig fram, að óbeinir skattar ríkissjóðs eru um 61,6% af tekjum hins opinbera hérlendis samanborið við 30,2% að meðaltali á hinum Norðurlöndun- um. Beinir skattar standa aftur á móti fyrir um 15,1% af tekjum hins opinbera að meðaltali, samanborið við 18,8% á hinum Norðurlöndunum. Ef iðgjöld til almannatrygginga eru reiknuð inn í beina skatta ríkisstjóðs, þá verða samsvar- andi hlutföll 17,2% á íslandi á móti 33,5% að meðaltali á hinum Norðurlöndun- um. Hlutur skatttekna sveitarfélaga af heildartekjum hins opinbera er nokkuð svipaður á Norðurlöndunum og nemur að meðaltali 21,6% af tekjum þess á þessu tímabili, 1980—1983. í töflu 8.6 eru sýndar tölur um hlutfall einstakra skattstofna hins opinbera í helstu ríkjum OECD á árunum 1980—1982 af vergi landsframleiðslu og heildarsköttum. Þar sést að meðaltekjur hins opinbera á þessum árum eru 33,7% af vergri landsframleiðslu á íslandi samanborið við 50,6% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum og 41,4% að meðaltali í helstu ríkjum OECD. Hlutur tekjuskatts af vergi landsframleiðslu er aðeins 6,8% á íslandi á þessu tímabili, samanborið við 21,2% á hinum Norðurlöndunum og 14,2% að meðaltali í helstu ríkjum OECD. Hlutur iðgjalda til almannatrygginga af vergri landsframleiðslu er einnig mjög lágur hér á íslandi, eða 1,2% að meðaltali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.