Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 29
27
vergri landsframleiðslu. Þar sést, að fjöldi lána hefur minnkað, en heildarfjár-
hæð þeirra sem hlutfali af vergri landsframleiðslu aftur á móti vaxið.
Lántökur með ríkisábyrgð á árunum 1980—1984.
Fjöldi Fjöldi Heildar- Heildarfjárhæð sem
Ár lántaka lána fjárhæð hlutfall af VLF
1980 .......................... 244 949 1.365 8,8
1981 .......................... 193 799 2.044 8,5
1982 .......................... 162 724 5.622 15,2
1983 .......................... 146 612 10.438 16,7
1984 .......................... 136 557 14.670 18,0
6.5 Lagasetning.
Hið opinbera getur með lögum haft áhrif á athafnir fyrirtækja eða heimila. í
framkvæmd getur hið opinbera einnig haft margþætt áhrif á þróun efnahags-
mála. Það getur t.d. takmarkað eða rýmkað aðgang að vissum atvinnugreinum,
eða haft áhrif á það magn sem framleiða skuli. Sömuleiðis getur það sett reglur
um mengunarvarnir, aukið öryggi og heilnæmi vinnustaða, eða gæði og eftirlit
með neysluvörum. Þá getur hið opinbera haft áhrif á margvísleg málefni, s.s.
byggðaþróun, atvinnuþróun, atvinnuvegaþróun, þróun lánamarkaðarins
o.s.frv.
7. Umsvif hins opinbera á íslandi samanborið við önnur lönd.
í þessum kafla verða tekjur og útgjöld hins opinbera á íslandi á árunum
198&—1983 borin saman við samsvarandi stærðir í helstu ríkjum OECD.
Sömuleiðis verður vikið stuttlega að vinnuaflsnotkun hins opinbera í þessum
ríkjum. í töflu 8.1 birtast tekjur og útgjöld hins opinbera í ýmsum ríkjum á
árunum 1980—1983 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Taflan sýnir
meðaltal hlutfallanna þessi ár. Fram kemur að bæði hlutur tekna og heildarút-
gjalda hér á landi af vergri landsframleiðslu er mun lægri en á hinum
Norðurlöndunum. Sömuleiðis er hann nokkru lægri en meðaltal helstu iðnríkja,
sjá stöplarit 1 og 2.
Ef litið er nánar á útgjöld hins opinbera, töflur 8.1 og 8.2, þá sést að
samneysluútgjöld eru langstærsti útgjaldaþáttur hins opinbera hér á landi og
svarar til um 17,4% af vergri landsframleiðslu, sem er nokkuð lægra hlutfall en
meðaltal hinna Norðurlandanna. Hins vegar er það nokkuð svipað hlutfall og
meðaltal annarra ríkja OECD. Hafa ber í huga, að hermálaútgjöld eru meðtalin
í samneyslu, en þau námu að meðaltali um 2,7% af vergri landsframleiðslu á
Norðurlöndunum á árunum 1980—1983. f töflu 8.3 eru samneysluútgjöld
Norðurlanda sundurliðuð eftir tegundum og sýnd sem hlutfall af heildartekjum
hins opinbera í viðkomandi landi.
Tekjutilfærslur hér á landi eru mun minni en í helstu ríkjum OECD, en þær
námu um 4,9% af vergri landsframleiðslu að meðaltali á árunum 1980—1983,
samanborið við 15% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum og 15,2% í OECD-