Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 15
13
Varðandi almannatryggingakerfið hafa yfirlitin verið unnin upp úr reikning-
um Tryggingastofnunar ríkisins, þ.e. reikningum sjúkratrygginga, lífeyristrygg-
inga, slysatrygginga og atvinnuleysistrygginga, en reikningar þessir hafa verið
birtir í Félagsmálum, tímariti Tryggingastofnunar ríkisins.
3.2 Tekju- og útgjaldareikningar og fjármagnsstreymi.
í skýrslu þessari eru settir fram annars vegar tekju- og útgjaldareikningar og
hins vegar reikningar yfir fjármagnsstreymi hvers árs fyrir ríki, sveitarfélög og
almannatryggingar. Sömuleiðis eru birt yfirlit yfir starfsemi hins opinbera í
heild, en þar falla niður innbyrðis tilfærslur milli hinna ofangreindu þriggja þátta
í opinberri starfsemi. Einnig kemur fram í þessari skýrslu frekari sundurliðun á
starfsemi hins opinbera, sérstaklega hvað varðar samneyslu og verga fjármuna-
myndun. Slík sundurliðun, sem snertir bæði hið opinbera í heild sinni og hvern
undirþátt þess, er gerð með tilliti til tegundar og viðfangsefnis starfseminnar. Nú
skal vikið að einstökum liðum í þessum reikningum, en í næsta hluta að frekari
sundurliðun þeirra.
3.2.1 Tegundasundurliðun í tekju- og útgjaldareikningi og reikningum um
fjármagnsstreymi.
Fylgt er sömu röð liða og í fyrstu töflunum í töfluhluta skýrslunnar.
1. Eignatekjur:
Hér vega þyngst vaxtatekjur, fyrst og fremst dráttarvextir af útistandandi
álögðum gjöldum. Einnig eru skráðar hér tilfærslur frá opinberum fyrirtækj-
um eins og Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og Happdrætti Háskóla íslands.
Þá er lóðarleiga sveitarfélaga færð undir leigu jarðnæðis.
2. Skattar:
Sköttum er skipt í beina og óbeina skatta. Til óbeinna skatta telst t.d.
söluskattur, sem lagður er á verð vöru og þjónustu á síðasta stigi viðskipta;
aðflutningsgjöld, sem lögð eru á innflutningsverð vöru, sem flutt er til
landsins. Þá teljast og óbeinir þeir skattar, sem koma óbeint inn í verð vöru
og þjónustu, eins og launaskattur. Beinir skattar eru aftur á móti fyrst og
fremst lagðir á tekjur og eignir, þ.e. á tekjuafgang fyrirtækja og launatekjur
einstaklinga, svo og á hreina eign; þá eru gjöld, sem renna til almannatrygg-
inga, skilgreind sem beinir skattar.
Með beinum sköttum ríkissjóðs eru tilfærð sóknar- og kirkjugarðsgjöld.
Slik gjöld eru ekki færð í ríkisreikningi og þarf að áætla þau, þar sem ekki
liggur fyrir heildarálagning þeirra. Gatnagerðargjöld sveitarfélaga eru færð
með óbeinum sköttum þeirra.
3. Sektir:
Hér er um að ræða sektir og upptækar vörur.
4. Tekjutilfærslur frá öðrum opinberum aðilum:
Til þessa liðar teljast tilfærslur til almannatrygginga frá ríkissjóði og
sveitarfélögum og til sveitarfélaga frá ríkissjóði. Eins og yfirlitin í töfluhluta
skýrslunnar bera með sér, eru engar skatttekjur tilfærðar hjá almannatrygg-