Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Side 16

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Side 16
14 ingakerfinu, heldur eru þau gjöld, sem til þessa renna, færð sem skatttekjur hjá ríkissjóði og síðan sem tilfærsla frá ríkissjóði til tryggingakerfisins. 5. Samneysla: Til samneyslu teljast útgjöld opinberra aðila til kaupa á vöru og þjónustu til eigin nota á rekstrartímabilinu. Samneyslunni er raunar skipt í tvennt, annars vegar kaup á vöru og þjónustu að frádreginni sölu á sams konar vöru eða þjónustu, og hins vegar laun opinberra starfsmanna, og eru þá meðtalin launatengd gjöld. Afskriftir af opinberum byggingum eru taldar sérstaklega í samneyslunni. Efnahagsreikningur er ekki færður fyrir opinbera bú- skapinn, þannig að matsverð á þeim byggingum, sem tilfærðar hafa verið í þessum reikningum, hefur ekki verið tekið saman. Afskriftirnar, sem hér eru tilfærðar, eru í samræmi við uppgjör þjóðhagsreikninga. Verg fjármuna- myndun í byggingum samkvæmt þessum reikningum er mun hærri hjá sveitarfélögum en hjá ríkissjóði. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að fjárfesting, sem ríkið greiðir stóran hluta af, s.s. fjármunamyndun í grunnskólum, er færð að fullu sem fjármunamyndun hjá sveitarfélögum. Framlag ríkisins er aftur á móti fært sem fjármagnstilfærsla til sveitarfélag- anna. í skýrslunni um búskap hins opinbera 1945—1980, sem Þjóðhags- stofnun gaf út í ársbyrjun 1983, voru afskriftir fyrir árið 1980 mun hærri hjá sveitarfélögunum en hjá ríkinu. Þessu hefur nú verið breytt, þannig að mun hærri afskrift er nú færð hjá ríkissjóði, og er í því sambandi fremur tekið tillit til umfangs rekstrargjalda en þess, hvar fjármunamyndunin er færð. Við þessa breytingu er tekið mið af því, að ríkissjóður greiðir stóran hluta af rekstrarútgjöldum viðkomandi stofnana, þótt fjármunamyndun þeirra vegna komi fram sem fjármunamyndun hjá sveitarfélögum. 6. Vextir: Ætlunin var að færa hér til gjalda áfallna raunvexti á hverju ári, hvort sem þeir falla til greiðslu á viðkomandi ári eða ekki. Hvorugt hefur þó tekist að fullu, og ráða hér að mestu bókhaldsaðferðir ríkis og sveitarfélaga. Hjá ríkissjóði er enn sem komið er fylgt þeirri aðferð að færa til gjalda einungis þá vexti, sem gjaldfallnir eru, hvort sem þeir eru greiddir eða ógreiddir. Aftur á móti eru ekki færðir til gjalda þeir áföllnu vextir, sem ekki eru gjaldfallnir. Af þessu leiðir, t.d. að áfallnir vextir á spariskírteini ríkissjóðs eru ekki gjaldfærðir fyrr en skírteinin falla í gjalddaga. Hjá ríkissjóði eru bæði afborganir og vextir af verðtryggðum lánum færð upp í samræmi við viðkomandi verðtryggingu, þannig að reynt er að nálgast raunvexti. Sama gildir hins vegar ekki um afborganir og vexti af óverð- tryggðum lánum. Þar eru afborganir ákveðinn hluti af nafnverði lánsins og vaxtagreiðslur í samræmi við nafnvexti lánanna. Að því er sveitarfélögin varðar, þá hefur Þjóðhagsstofnun í úrvinnslu sinni leitast við að sleppa gengistapi og verðbótum, þegar sveitarfélög hafa fært þessa liði með vöxtum.

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.