Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 16

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 16
14 ingakerfinu, heldur eru þau gjöld, sem til þessa renna, færð sem skatttekjur hjá ríkissjóði og síðan sem tilfærsla frá ríkissjóði til tryggingakerfisins. 5. Samneysla: Til samneyslu teljast útgjöld opinberra aðila til kaupa á vöru og þjónustu til eigin nota á rekstrartímabilinu. Samneyslunni er raunar skipt í tvennt, annars vegar kaup á vöru og þjónustu að frádreginni sölu á sams konar vöru eða þjónustu, og hins vegar laun opinberra starfsmanna, og eru þá meðtalin launatengd gjöld. Afskriftir af opinberum byggingum eru taldar sérstaklega í samneyslunni. Efnahagsreikningur er ekki færður fyrir opinbera bú- skapinn, þannig að matsverð á þeim byggingum, sem tilfærðar hafa verið í þessum reikningum, hefur ekki verið tekið saman. Afskriftirnar, sem hér eru tilfærðar, eru í samræmi við uppgjör þjóðhagsreikninga. Verg fjármuna- myndun í byggingum samkvæmt þessum reikningum er mun hærri hjá sveitarfélögum en hjá ríkissjóði. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að fjárfesting, sem ríkið greiðir stóran hluta af, s.s. fjármunamyndun í grunnskólum, er færð að fullu sem fjármunamyndun hjá sveitarfélögum. Framlag ríkisins er aftur á móti fært sem fjármagnstilfærsla til sveitarfélag- anna. í skýrslunni um búskap hins opinbera 1945—1980, sem Þjóðhags- stofnun gaf út í ársbyrjun 1983, voru afskriftir fyrir árið 1980 mun hærri hjá sveitarfélögunum en hjá ríkinu. Þessu hefur nú verið breytt, þannig að mun hærri afskrift er nú færð hjá ríkissjóði, og er í því sambandi fremur tekið tillit til umfangs rekstrargjalda en þess, hvar fjármunamyndunin er færð. Við þessa breytingu er tekið mið af því, að ríkissjóður greiðir stóran hluta af rekstrarútgjöldum viðkomandi stofnana, þótt fjármunamyndun þeirra vegna komi fram sem fjármunamyndun hjá sveitarfélögum. 6. Vextir: Ætlunin var að færa hér til gjalda áfallna raunvexti á hverju ári, hvort sem þeir falla til greiðslu á viðkomandi ári eða ekki. Hvorugt hefur þó tekist að fullu, og ráða hér að mestu bókhaldsaðferðir ríkis og sveitarfélaga. Hjá ríkissjóði er enn sem komið er fylgt þeirri aðferð að færa til gjalda einungis þá vexti, sem gjaldfallnir eru, hvort sem þeir eru greiddir eða ógreiddir. Aftur á móti eru ekki færðir til gjalda þeir áföllnu vextir, sem ekki eru gjaldfallnir. Af þessu leiðir, t.d. að áfallnir vextir á spariskírteini ríkissjóðs eru ekki gjaldfærðir fyrr en skírteinin falla í gjalddaga. Hjá ríkissjóði eru bæði afborganir og vextir af verðtryggðum lánum færð upp í samræmi við viðkomandi verðtryggingu, þannig að reynt er að nálgast raunvexti. Sama gildir hins vegar ekki um afborganir og vexti af óverð- tryggðum lánum. Þar eru afborganir ákveðinn hluti af nafnverði lánsins og vaxtagreiðslur í samræmi við nafnvexti lánanna. Að því er sveitarfélögin varðar, þá hefur Þjóðhagsstofnun í úrvinnslu sinni leitast við að sleppa gengistapi og verðbótum, þegar sveitarfélög hafa fært þessa liði með vöxtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.