Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Side 39

Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Side 39
menntakerfi eiga almennt í verulegum erfiðleikum með að tryggja fullan aðgang að fræðsluþjónustu þótt þau geti eflaust átt vel við á afmörkuðum sviðum. Kemur þar til greiðsluþátttaka nemenda. Viss lánafyrirgreiðsla getur þó dregið allnokkuð úr þessum galla. Þá er ljóst að setja má spumingarmerki við það hvort hið þvingaða samþætta kerfí hafí getu til að stuðla að rekstrarhagkvæmni og fullnægjandi gæðum á öllum stigum náms þar sem hinir réttu hvatar fá ekki starfað eðlilega. Margt bendir hins vegar til þess að hið þvingaða samningskerfí og hið þvingaða beingreiðslukerfí í einhverju formi geti skilað árangri, bæði hvað varðar rekstrarhagkvæmni og takmörkun fræðsluútgjalda. Líklegast er þó að einhver blanda af ofangreindum kerfum verði til staðar á hverju skólastigi en þó þannig að rekstrar- og samkeppnisgrundvöllur verði milli þeirra. Þannig má til dæmis búast við að á grunnskólastigi verði þvingað samþætt kerfí, samningskerfí og beingreiðslukerfí, sem veiti hvort öðru aðhald og dragi fram kosti og galla. Slíkt fyrirkomulag er víða til staðar í OECD ríkjum. 8.3 Lánafyrirgreiðsla og styrkir. Hið opinbera hefur með margvíslegum hætti komið til móts við nemendur til að auka möguleika þeirra til náms. Einkum hefur slík fyrirgreiðsla verið í formi lána, styrkveitinga og skattaívilnana. Tilgangurinn hefur meðal annars verið að skapa ákjósanlegt jafnvægi milli markmiða um hagkvæmni í veitingu fræðsluþjónustu og jöfnuðar til náms. Sömuleiðis að auðvelda leiðina að hinu þjóðhagslega hagkvæma menntunarstigi. í þessum tilgangi hafa komið til skjalanna opinberir lánasjóðir sem veitt hafa nem- endum lán með mismunandi skilmálum og styrki28 bæði til framfærslu og til greiðslu skólagjalda. Aukin menntun hefur oftast í för með sér aukna tekjumöguleika. Fjármagnsmarkaðurinn hefur hins vegar yfirleitt ekki talið lánsábyrgðir nemenda almennt nógu tryggar og því hefur hið opinbera þurft að koma hér til. Ýmsar háskóla- og rannsóknastofnanir og jafnvel fyrirtæki reyna sömuleiðis að laða nemendur að ákveðnu námi eða rannsóknum með lánafyrirgreiðslu. Fyrirgreiðsla hins opinbera - jafnvel menntastofnana og fyrirtækja - getur einnig verið í formi styrkveitinga til ákveðins náms (rannsókna) eða til efnilegra nemenda. Yfirleitt eru styrkir ekki afturkræfír. Þá getur styrkveitingin verið í formi skattaíviln- ana af hálfu hins opinbera, s.s. frádráttur í tekjuskatti eða lækkun á eignarskatti. Sam- merkt með ofangreindri fyrirgreiðslu er að því meiri sem styrkþátturinn er því auð- veldara er fyrir nemandann að stunda nám. 8.4 Eftirspurn eftir menntun Ljóst er að fjölmargir þættir hljóta að hafa áhrif á einstaklinga við eftirspum eftir menntun og sömuleiðis að erfítt getur verið að smíða kenningar sem segja nákvæm- lega fyrir um slíkt ferli. En þó er ljóst að vissir þættir hafa meiri áhrif en aðrir. Hag- 28 Endurgreiðsla lána getur verið afar mismunandi. Hún getur verið til mislangs tíma, tengd tekjum, fjölskylduaðstæðum og svo framvegis. Þá geta vextimir verið niðurgreiddir í mismiklu mæli. 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Búskapur hins opinbera 1995-1996

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1995-1996
https://timarit.is/publication/1009

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.