Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 5
Nýtt S. O. S. 5 ar sinnuni að fara yfir þessa línu. Á stjórn- borða sáust 3 skip framundán svo að Ad- niiral Graf Spee var neyddur til að taka á sig krók til austurs til að forðast skip- in, og þá var línan skorin aftur, seinna var svo aftur haldið í suður og urðu bæði skipin þá enn einu sinni að sigla yfir hina ímynduðu línu, setn skiptir hnettin- um í tvo jafna parta. A þessum slóðum er eðlilega mjög heitt. Sólin skín lóðrétt nið- ttr á jörð og þilfarið varð svo heitt að mennimir gátu varla gengið um það nrikt- um fótum. Menn eru kófsveittir, jafnvel þótt hreyfing sé lítil, og hver spjör er reitt utan af líkamanum. En varðmenn- irnir höfðu nóg að starfa. Þeir ttrðit stöð- ugt að rannsaka hinn skínandi bláa flöt hafsins út að y/.tu rönd sjóndeildarhrings- ins í leit. að skipum, í hinum brennandi geislum sólarinnar. Það var dálítil tilbreyting í að sjá flug- liskahópana, sem hröðuðu sér undan kinn- ttngunum á Altmark og flugit 200 til 300 metra ttm í loftinu og stungu sér svo aft- ttr niður í hafið. \'ið og við lenti einn af þessum íbúum hafsins :í þilfarimt, og þaðan beint í eldhúsið, þar sem mat- sveinninn var ekki lengi að búa góðan kvöldverð úr honum. Annars gengur allt fyrir sig um borð eins og venjulega. \raktin er á sínum stað, vmist við vélarnar eða á þilfari, og frtvakt- in eyðir tímanum við hljóðfæraleik, lestur eða ýmiskonar rjátl, ef Inin ekki sefur. A langferðaskipum hefur hver sína uppá- haldsskemmtun. Næsta morgun tók julfars- vaktin á Altmark eftir því, að flugvél hóf sig upp af rennibraut herskipsins og hvarf út í blámóðuna. Hún kom aftur eftir nokk- uð langan tíma og kom með jrá fregn, að bak við sjónarröndina væri skip. „Að öll- um líkindum herskip," sögðu menn, en jró var ekki gott að segja um það, því regnskúr hafði skyggt á. Af varkárni heldur nú Admiral Graf Spee í stóran boga og Altmark á eftir og bæði skipin halda áfram ferð sinni. Næstu tvo daga ber ekkert \ið. En á })riðja morgni fékk Altmark skeyti um, að nú skyJdi fylla oiíugeymslur herskipsins. Þá \ ar komið að skilnaðarstund Jiessara skipa. C)g eftir að hafa ákveðið að hittast á viss- ttm stað seinna, heldur nú Admiral Graf Spee á hrott frá vinaskipi sínu og stefnir ;í austurströnd Suður-Ameríku, þar sem á að herja á kaupför óvinanna. Kveðjuskeyt- ið frá Altmark hljóðar svo: „Góða ferð og góðan árangur,“ og svo hverfur brátt hinn jiýzki bryndreki sjónum. Altmark er nú aftur orðið eitt. Ekki er jxað þó alveg eins varnarlaust og áður. Tvær 2 cm - Fla - MG - byssur hefur það fengið frá herskipinu um borð, til vamar flugvélum, og er önnur byssan á framþil- farinu en hin á afturþilfari. Hvort liægt er að skjóta niður með þeim árásarflugvélar úr mikilli hæð er ekki gott að segja. Það^ xerður seinna að koma í ljós. Að minnsta kosti þurfa menn þó ekki að horfa aðgerð- arlattsir á, ef árás yrði gerð á skipið. Ráð- i/t á óvinina getur þó Altmark ekki, þess- ar 2 „sprautur", eins og skipshöfnin kall- ar byssurnar í spaugi, eru alltof lítilfjör- legar til Jress. Önnur vopn eru ekki á Alt- mark. Hlutverk skipsins er líka að byrgja önnur skip ttpp en ekki Jrað að berjast. Skipið notar því ekki herfánann, heldur venjulegan siglingafána Þýzkalands. Baðgestir. Dagarnir líða svo hver af öðrum í til- breytingarleysi eins og svo oft áður. Skip- ið fer hálfa ferð, heggur sig þetta hægt á-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.