Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 6
Nýu s. o. s. fram og stefnir á'liinn nýja fundarstað og gætir þess vel að komast óséð leiðar sinn- -ar. Hið eina samband við umheiminn er nú Ijósvakinn, en loftskeytamennirnir hafa lítið að gera, því ekki heyrizt í þýzka or- ustuskipinu. Á stuttbylgjum útvarpsins herast hljóðfærasláttur og fréttir til eyrna hinna 133 manna um borð í Altmark, -sem lilusta með athygli á þetta. Þessir menn eru orðnir eftirvæntingarfullir í að heyra eitthvað frá herskipinu „sínu“. En það skeður ekkert. Skipið er nú komið inn í_ staðviðrabeltið og hefur dregið úr hitanum. Þessi ferð í slíku Ijómandi veðri liefði getað verið unaðsleg, ef ekki væri þessi stöðugi kvíði og órói út af óvina- .skipum, sem maður alltaf gat átt von á. Slíkt mót gat haft ýmislegt óþægilegt í för með sér. Skipshöfninni um borð í Alt- mark finnst nú liðinn óratími frá því augnabliki að skilið var við Admiral Graf -Spee og þi) voru það ekki nema þrír dagar. En allt í einu kom loftskeyti. Brezka flutningaskipinu „Clement“, 5051 brúttó lestir, hafði verið sökkt. Það var á leiðinni frá New York til Höfðaborgar með olíu. Þegar þetta spurðist urðu menn glaðir um borð í Altmark. Nú var hernaðurinn -á sjónum hafinn, og einn maður í brúnni -sagði, að nú væri að byrja að „færast líf í tuskurnar.“ Þar eð alliir heimurinn veit, að Suður- Atlantshafið er ekki lengur öruggt fyrir þýzkum skipum, verða nú óvinirnir að hafa strangari vörð á höfunum. Herskip Engiendinga í Mið-Ameríku og Afríku verða nú að einbeita sér og hafa upp á þessum óboðnu, hættulegu gestum. En það er ein ástæða fyrir því enn að menn verða líflegri um borð í Altmark. Galgopi nokkur meðal skipshafnarinnar liefur út- lireitt þá fregn, að um borð í „Clement" hafi verið flokkur amerískra dansmeyja, sem herskipið hafi tekið um borð, og við næsta fund skipanna, verði þeim svo skip- að um borð í Altmark. Sumir hlæja að þessu og trúa því ekki, en aðrir aftur á móti taka þetta trúanlegt og tala í alvöru um, hvernig hafa skuli ofan af fyrir hin- um ungu meyjum meðan þær dvelja um borð. F.innig meðal yfirmanna skipsins ei þessi ameríski meyjaflokkur aðalumræðu- efnið meðan verið er að borða, og einnig, hver eigi að taka á móti stúlkunum. Álitið er, að skipslæknirinn, sökurn embættis síns, komi þar helzt til greina. Hann seg- ist hlakka til þess, eða að minnsta kosti lætur liann svo. Þessar umræður hafa einn- ig gott í för með sér. Stjórnendur skipsins \erða í alvöru að búa sig undir að taka á móti gestum í lengri tíma. hvort sem þeii verða nú karkyns eða kvenkyns og hvaða hörundslit, sem þeir kunna að hafa. Þetta fólk verður að hugsa vel um. Um farjiegaklefa um borð er ekki að ræða, að- eins lítil lestarúm, auk hinna stóru tanka, og þessi geymslurúm verða svo innréttuð eftir hendinni þegar þau tæmast, sem íbúð fyrir hina komandi fanga. Niestu daga skeður svo ekkert. Skeyti um eyðileggingu fleiri skipa koma ekki. Um borð í Altmark vita menn yfirhöfuð ekkert um vasaorustuskipið og verða að taka því með þolinmæði og halda sterkan \'örð senr áður. En svo dag einn verða menn alveg undr- andi. Allt í einu sést til ferða Graf Spee út við sjónarrönd, ekki úr vestri, þar sem skipið hvarf síðast, heldur þaðan, sem Afríkuströnd liggur langt bak við sjón- deildarhringinn, þaðan sem enginn bjóst við að það kæmi. Það stefnir beint á Altmark og á merkjaránni blakta 4 fánar, sem menn héldu í fyrstu vera merkjaflögg,

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.