Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 14

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 14
4 Nýtt S. O. S. púnsi var það eina, sem var öðruvísi en vant var. A jóladaginn var etin jólakaka ■og til kvöldverðar sauðasteik. Fangarnir fengu einnig þennan mat. Englendingar eru ekki vanir að halda eins til jólanna og Þjóðverjar, og negrarnir og Indverjarn- ir láta sig jólin engu skipta. Dau skipstjóri lét nú festa upp í íbúðir fanganna eftirfar- -andi auglýsingu: ,,Það er nú orðið kunnugt í Englandi, -að öllum skipshöfnum af skipum þeim, -sem Admiral Graf Spee hefur sökkt þar til í lok nóvember-mánaðar, hefur verið bjargað, þar með talin skipin „Doric star“ -og Tairoa". Nú sjá fangarnir, að vanda- menn Jseirra á Englandi vita, að þeim hefur verið bjargað og Jseir munu ein- livern tímann fá að sjá heimili sín aftur. Eyrst um sinn verða þeir samt að sætta sig við að vera fangar um borð í Altmark einhvers staðar langt suður á hjara verald- ar, Jiar sem albatrossfuglinn og kuldinn ríkja og Jsar sem stormar og snjóbyljir eru <laglegt brauð. Fyrst verður að líða langur tími og eftirtekt óvinanna á Jsessum at- burðum verður að dvína, áður en birgða- skipið Jsorir að leggja í sína löngu ferð heimleiðis. Þennan tíma notar áhöfn skips- ins, og Jaá sérstaklega vélamennirnir til að yfirfara vélar skipsins að svo miklu leyti, _sem Jjetta er mögulegt úti á rúmsjó oft í miklum sjógangi. Dau skipstjóri lætur .sér þess vegna annt um að láta Altmark fara sem bezt í sjó svo hreyfingar skipsins verði sem minnstar. Þó er ekki hægt að koma í veg fyrir, að stórir brotsjóir skolist við og við yfir þilfar skipsins og í einum slíkum sjó losnaði um vélarhólk, sem bú- ið var að taka úr vélinni, svo að hann rann til og einn vélamaður fótbrotnaði fyrir neðan hné. Þessu verki er lokið eft- ir hálfan mánuð. Að þeim tíma loknum eru allar vélar aftur í bezta lagi og til- búnar á stund hættunnar að láta sitt ekki eftir liggja. Það kemur að því að nota þarf afl jieirra á fremsta lilunn, þegar brjótast verður í gegnum girðingar óvinanna. At- liugun á matvælum í skipinu leiðir í ljós, að Jjau muni geta enzt fram í marz, þó þartnig að draga verður lítið eitt úr skammtinum þangað til. Af niðursoðnum ávöxtum er nóg til um borð. Þrisvar sinn- um í viku fær skipshöfnin og fangarnir niðursoðna ávexti á máltíðum sínum til Jjess að vinna á móti skyrbjúg. Þessi veiki \ar algeng áður fyrr í hinum löngu ferð- um seglskipanna, og Jjótti mörgum vond, og losnuðu þá oft tennur f mönnum á sársaukafullan hátt. Loks rann upp Jjað augnablik, að Dau skipstjóri skýrði mönnum sínum frá, að byrjun heimferðarinnar skyldi hafin. „Eg vona, að hamingjan verði með okkur, svo að \ið getum koinizt óþekktir gegnum girðingar óvinanna!" sagði hann við menn sína, sem safnazt höfðu um hann. „En gæfan fylgir oftast þeim, sent ekki æðr- ast og gerir skyldu sína.“ Allir vita nú vel, að allt er undir Jjví komið, að eftirtekt allrar skipshafnarinnar bregðist ekki. Jafnvel hlutlaus skip mega ekki koma auga á Altmark. Hið einkenni- lega byggingarlag skipsins mundi fljótt vekja grun, hvar sem Jjað sæist. Og fljótt mundu Englendingar frétta um ferðir slíks skips. Það má nefnilega með fullum sanni segja, að heiður Bretíands sem flotatæld- is sé í vegi, ef ekki n;est í þetta skip. Eng- lendingar munu eiga erfitt með að sætta sig við það, að þessu skipi, sem stóð f svona nánu sambandi við Admiral Graf Spee megi takast óhindrað að flytja meira en 300 brezka fanga til Þýzkalands — yfir

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.