Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 32
32 Nýtt S. O. S. — kæmumst ekki lieini (til Þýzkálands) af'tur fyrir suðurodda írlands, ef \áð hefðum lialdið til Liverpool. Eg liefi .íkveðið að snúa við, þegar búnir eru 2/5 hlutar olíubirgðanna. Eg ætla að reyna að komast hjá, ef hægt er, að lara um Norðursund (norðanvert við írlandshaf) vegna þess eftirlits, sem U- 20 varð var við, er liann fór þar um síðast. 5. Eftir eru aðeins þrjú tundurskeyti, tvö þeirra ætla ég að geyma, ef ég get, til heimfeðarinnar. Af þessum ástæðum er afráðið að vera áfram við mynni Ermarsunds og ráðast þaðan á skip, unz 2/5 olíunnar eru gengnir til þurrðar, einkum þar sem horfur eru á hagstæðari árásum hér •og varnarmáttur óvinanna ekki eins mikill og í írska hafinu". Um hádegi á fimmtudegi sýndi vegma-I- irinn.á Lusitaniu 484 tnílur, það er að meðaltali rétt rúmlega 20 mílur. Turner var ekki ánægður. Honum var þegar frá upphafi meinilla við, að Lusi- tania hafði ekki fulla áhöfn. Nú settust að honum nagandi áhyggjur, sem ltann átti erfitt með að gera sér grein fyrir hvernig stóð á. Hann sendi Archie Bryce niður í sitt ríki innan um óhreinindi, gló- andi heita málma, látlausan gný og strit- andi menn, sem voru berir niður að mitti. \'ið bjarmann frá eldliolunum, sem einna helzt minnti á lýsingarnar hjá gamla manninum í neðribyggð, stóðu kyndararn- ir og mokuðu á eldinn. Bálið logaði glatt í rauðglóandi holunum. Að skipan Archie Bryce gengu aðstoð- arvélstjórarnir að hjólum, snéru þeim og stilltu krana. Nálarnar á mælunum, sem sýndu snúningshraða öxlanna fjögurra, titruðu, hreyfðust hægt yfir 180. . . . stöðv- uðust þar. . . . eins og þær berðust við að halda áfram. En Jrað var með þær eins og uppgefna langhlauparann, þær áttu ekki til þá afgangsórku, sem þurfti til vinn- ings. Gufuþrýstingurinn á hinum nítján kötl- um var næstum því á hámarki — 195 pund á ferjmmlung. Ef Lusitania hefði verið á siglingu í þjónustu flotans og flytti enga borgaralega farþega, má vera, að vélstjór- arnir hefðu „rifið umbúðirnar af“, bund- ið niður öryggislokann á kötlunum — og treyst á guð og gæfuna, að Jreir spryngju ekki í loft upp. Rafalarnir suðuðu, en orka þeirra var aðeins nýtt að 80%, eða 300 kw Normal. Ef veður héldist stillt og með auknu afli Golfstraumsins meðfram írjandsströnd. mundi skipið sennilega ná 21 mílu hraða — en ekki 1 /5 úr mílu fram yfir það, samkvæmt útreikningum Bryce. Hann hélt aftur á stjórnpall til að skýra Turner frá því, að Lusitania færi nú með algerum hámarkshraða miðað við það gufuafl, sem fyrir hendi var, og öruggt var að beita. Turner, skipherra, mundi ekki skipa honum að rjúfa öll innsigli. Þetta fimmtudagskvöld voru h]jómleik- ar haldnir á skipsfjöl, síðasta samkvæmið í þessari ferð, því að daginn eftir mundu allir fara að búa sig undir landgönguna í I.iverpool. Áður en hljómleikarnir hóf- ust, voru haldnar smáveizlur í ýmsum farþegaklefum, þar á meðal hjá Frohman. Gestir fylltu hýbýji Iians, meðal annarra Rita Jolivet, Charles Klein, Justus For- man, Elbert og Alice Hubbard, Vander- bilt og Turner skipherra sjálfur. Lott Gad, rakara skipsins, var einnig boðið, og hann kom inn til að fá sér glas — hinum gestunuin fannst mikið til

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.