Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 25

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 25
Nýtt S. O. S. 25 Það er óhugsanlegt að þeir verði skildir eftir. F.n hið óvænta skeður. Cossack legg- ur i skyndi frá birgðaskipinu og siglir út fjörðinn með þeim Inaða sem skipið hef- ur yfir að ráða. Einnig nú láta hinir norsku tundurspillar ekki á sér bæra. Þeir liggja á sínum stað og láta Englending- ana sigla. fram hjá í friði og líður ekki á löngu fyrr en þeir sameinast brezku flota- deildinni sem þeir áður höfðu verið með og stefna nú öll skipin í vestur. Skipshöfnin um borð í Altmark — þeir sem ekki eru dauður eða særðir — draga andann léttara. Sjö menn eru þegar dánir og sá áttundi er að dauða kominn af sár- um. Fimm menn eru mikið særðir og sex lítið særðir, tvo verður að skera upp, og gerir skipslæknirinn það, en hann annast yfirleitt þá særðu. Með þessu bragði sínu tókst Englendingunum að gera upp reikn- ingana við óvinina og nasstu daga stóð svo að segja allur heimurinn á öndinni af undrun. Óneitanlega var hér um al- varlegt hlutleysisbrot að ræða, af hendi Englendinga, þar sem þeir réðust Jiannig á hið þýzka birgðaskip Altmark, sem sigldi í landhelgi Noregs. En það má einnig segja að heiður Sótra-Bretlands hafi verið í veði, og hefði það orðið mikill álits- hnekkir fyrir Breta hefðu þessir 300 fang- ar komizt heilu og höldnu til Þýzkalands. Tilraun til að frelsa þá varð að gera, en Jiessi tilraun var brot á öllum alþjóða- reglum. Þetta hlutleysisbrot Englendinga varð einnig gert þeim hlutfallslega létt. Þetta á ekki einungis við Norðmenn, sem horfðu hér um bil aðgerðalausir á þessar aðfarir, heldur einnig Þýzkaland sjálft. Hér var um hugtakið ,,ríkisskip“ að ræða, sem er ekki markaður neinn bás í al- þjóðarétti. Þetta, sem er nokkurs konar millisort milli kaupskips og herskips, varð jiess valdandi að Norðmenn urðu svo hik- ándi í aðgerðum sínum. Þeir vissu ekki almennilega hvernig þeir áttu að haga sér þegár um þess konar skip var að ræða, og svo lokuðu Jieir báðum augum og gerðu ekki neitt. F.11 það má þó segja að aðferðin til þess að koma Jiessu vérki í framkvæmd hafi ekki verið sem heiðar- legust hjá Bretum. Eftir að þeir sjö sem féllu og einn, sem hafði drukknað og fannst aldrei, höfðu verið jarðaðir á norskri grund, er svo hafin viðgerð á Alt- mark í byrjun marz í I.angefjord og 22. marz leggur það á stað heimleiðis, án þess að nokkuð frekara beri við. En nafnið Altmark liefur Jiyrlað upp miklu pólitísku rvki í Jiessari veröld og var mikið rætt um jiessa atburði á eftir. F.ftir Jietta var svo breytt um nafn á skipinu, eins og til þess að reyna að láta Jiað gleymast, sem skeð hafði, og skipið fékk nafnið Uckermark. Undir þessu nafni átti svo þetta skip eftir að fara marg- ar mikilvægar ferðir til Austur-Asíu. I nóvember 1942 fer það enn einu sinní til Yokohama og leggst þar í skipakví við hliðina á hinu þýzka hjálparbeitiskipi „Thor" og birgir það upp að vistum og eldsneyti. Nokkru seinna, 30. nóvember 1942 varð skyndilega um hádegi feiknar sprenging um borð í „Uckermark“, sem mikill bruni fylgdi á eftir. Skipið eyðilagð- ist algerlega og þýzka hjálparbeitiskipið brann einnig til kaldra kola. Af skips- höfninni á Uckermark fórust 53 menn og margir særðust mjög. Orsökina að þessari sprengingu vita menn ekki með vissu. Álitið er, að gassprenging hafi myndazt einhvers staðar inni í skipinu, þar sem verið var að gera hreina olíugeymana. Sumir álíta, að hér hafi verið um skemmd arverk að ræða, og Rússar hafi mútað

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.